Vera FBI-manna sögð grafalvarlegt mál Karen Kjartansdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:49 Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda." Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda."
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira