Sport

Mamman vill ráða hvar sonurinn spilar háskólabolta

Það eru erfiðir dagar fram undan hjá Collins.
Það eru erfiðir dagar fram undan hjá Collins.
Það getur verið erfitt að vera ungur afreksíþróttamaður í Bandaríkjunum. Sérstaklegar þegar fjölskyldan vill fara að taka ákvarðanir fyrir íþróttamanninn.

Í gær skrifuðu efnilegustu framhaldsskólanemarnir í amerískum fótbolta undir hjá háskólum. Allt gekk það snuðrulaust hjá öllum nema hlauparanum efnilega, Alex Collins.

Hann hafði ákveðið að fara í Arkansas-háskólann en verður að bíða aðeins því móðir hans neitaði að skrifa undir pappírana.

Hún vill að hann spili með Miami-háskóla þar sem sá skóli sé nær heimilinu. Aðrir fjölskyldumeðlimir styðja þá ákvörðun.

"Ég vil sjá hann fara í Miami því skólinn hentar honum betur að mínu viti. Svo kemst hann fljótar heim og mamma getur keyrt á leiki í stað þess að þurfa að fljúga til Arkansas," sagði Johnny bróðir Alex.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×