Uppselt á Sónar Reykjavík 6. febrúar 2013 14:30 Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME. Sónar Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME.
Sónar Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira