Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu 4. febrúar 2013 16:27 „Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. Sá hafði gefið sig sjálfviljugur fram og haldið því fram að til stæði að ráðast á tölvukerfi íslenska stjórnarráðsins. Meðal annars áttu fulltrúar WikiLeaks að taka þátt í árásinni samkvæmt tilkynningu sem ríkislögreglustjóri og saksóknari sendu frá sér fyrr í dag vegna málsins. Kristinn spyr hvernig mönnum detti í hug að spyrna saman tölvuárásum á stjórnarráðið og svo WikiLeaks. „Þetta er alveg fráleitt," bætir hann við og segist ekki sjá hvað í ósköpunum WikiLeaks ætti að fá út úr slíkum árásum. „Og ég minni á að ég hvatti stjórnvöld að huga að tölvuöryggi stofnanna því það væri í algöru lamasessi," segir Kristinn og bætir við að slíkt rími illa við ásakanir á hendur WikiLeaks. Kristinn segir að þarna sé verið að tengja WikiLeaks við „makalausa atburðarrás," sem hann veit ekki hvort sé tilbúningur eða ekki. „Mér þykir grafalvarlegt mál að íslensk yfirvöld láti teyma sig eins og kjána af fulltrúum alríkislögreglunnar í þessu máli," segir Kristinn um málið. Kristinn segir þó alvarlegasta málið hversu lengi fulltrúar alríkislögreglunnar fengu að athafna sig hér á landi eftir að innanríkisráðuneytið hafnaði öllu samstarfi við þá. Í lok tilkynningarinnar frá ríkislögreglustjóra og saksóknara segir að fulltrúar FBI héldu áfram viðræðum við manninn sem gaf sig fram í sendirráðið og hélt því fram að tölvuárás væri yfirvofandi, næstu daga án aðkomu íslensku lögreglunnar. 30. ágúst upplýstu fulltrúar FBI fulltrúa ríkislögreglustjóra um að sendiráði Bandaríkjanna hefði verið tjáð sú ósk utanríkis- og innanríkisráðuneytisins að FBI ræddi ekki frekar við manninn hér á landi auk þess sem gefið var í skyn að vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldi af því yfirgáfu þeir landið. Ekki náðist í Ögmund vegna fréttarinnar en hann er staddur í Kína. Tengdar fréttir Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. Sá hafði gefið sig sjálfviljugur fram og haldið því fram að til stæði að ráðast á tölvukerfi íslenska stjórnarráðsins. Meðal annars áttu fulltrúar WikiLeaks að taka þátt í árásinni samkvæmt tilkynningu sem ríkislögreglustjóri og saksóknari sendu frá sér fyrr í dag vegna málsins. Kristinn spyr hvernig mönnum detti í hug að spyrna saman tölvuárásum á stjórnarráðið og svo WikiLeaks. „Þetta er alveg fráleitt," bætir hann við og segist ekki sjá hvað í ósköpunum WikiLeaks ætti að fá út úr slíkum árásum. „Og ég minni á að ég hvatti stjórnvöld að huga að tölvuöryggi stofnanna því það væri í algöru lamasessi," segir Kristinn og bætir við að slíkt rími illa við ásakanir á hendur WikiLeaks. Kristinn segir að þarna sé verið að tengja WikiLeaks við „makalausa atburðarrás," sem hann veit ekki hvort sé tilbúningur eða ekki. „Mér þykir grafalvarlegt mál að íslensk yfirvöld láti teyma sig eins og kjána af fulltrúum alríkislögreglunnar í þessu máli," segir Kristinn um málið. Kristinn segir þó alvarlegasta málið hversu lengi fulltrúar alríkislögreglunnar fengu að athafna sig hér á landi eftir að innanríkisráðuneytið hafnaði öllu samstarfi við þá. Í lok tilkynningarinnar frá ríkislögreglustjóra og saksóknara segir að fulltrúar FBI héldu áfram viðræðum við manninn sem gaf sig fram í sendirráðið og hélt því fram að tölvuárás væri yfirvofandi, næstu daga án aðkomu íslensku lögreglunnar. 30. ágúst upplýstu fulltrúar FBI fulltrúa ríkislögreglustjóra um að sendiráði Bandaríkjanna hefði verið tjáð sú ósk utanríkis- og innanríkisráðuneytisins að FBI ræddi ekki frekar við manninn hér á landi auk þess sem gefið var í skyn að vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldi af því yfirgáfu þeir landið. Ekki náðist í Ögmund vegna fréttarinnar en hann er staddur í Kína.
Tengdar fréttir Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29
Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28
Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55
Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57