Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. febrúar 2013 14:57 Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag.. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. Upphaf málsins hér á landi voru upplýsingar sem FBI kom á framfæri 20. júní 2011 um fyrirhugaða tölvuárás. Um væri að ræða alþjóðleg samtök tölvuhakkara sem hefðu hakkað sig inn í tölvukerfi fyrirtækja og stofnana víða um heim, yfirtekið kerfin og stolið gögnum. Þann 23. júní komu fulltrúar FBI til fundar við fulltrúa ríkislögreglustjóra og gerðu frekari grein fyrir málinu. Sama dag gerðu fulltrúar ríkislögreglustjóra ríkissaksóknara og fulltrúum forsætis-, innanríkis- og utanríkisráðuneytisins grein fyrir stöðu málsins. Ákveðið var í framhaldi af framangreindu að lagt yrði til við FBI að leggja fram formlega réttarbeiðni þar sem óskað væri eftir aðstoð íslenskra yfirvalda í máli þessu. Í framhaldinu kom fram réttarbeiðni frá þeim þann 4. júlí 2011 sem lögum samkvæmt var send innanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið féllst á að taka beiðnina til meðferðar og framsendi erindið ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu með bréfi 6. júlí 2011. Í samantekt Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara segir að sama dag hafi Ríkissaksóknari framsent réttarbeiðnina til ríkislögreglustjóra til meðferðar. Hjá Rkislögreglustjóra hafi verið unnið áfram að íslenska hluta rannsóknarinnar í samvinnu við Ríkissaksóknara. Um hafi verið að ræða grun um alvarleg brot sem beindust gegn íslenska ríkinu. Þeirri rannsókn sé ekki lokið en fram hafi komið vísbendingar um að íslendingur og erlendir aðilar með tengsl við Wikileaks samtökin eigi hér hlut að máli. Koma FBI til Íslands hefur verið töluvert til umræðu undanfarna daga eftir að Kristinn Hrafnsson greindi frá því að alríkislögreglan hefði komið til Íslands. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, greindi frá því að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu farið inn í tölvuna sína. Þeir hefðu verið að rannsaka WikiLeaks hérlendis. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag.. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. Upphaf málsins hér á landi voru upplýsingar sem FBI kom á framfæri 20. júní 2011 um fyrirhugaða tölvuárás. Um væri að ræða alþjóðleg samtök tölvuhakkara sem hefðu hakkað sig inn í tölvukerfi fyrirtækja og stofnana víða um heim, yfirtekið kerfin og stolið gögnum. Þann 23. júní komu fulltrúar FBI til fundar við fulltrúa ríkislögreglustjóra og gerðu frekari grein fyrir málinu. Sama dag gerðu fulltrúar ríkislögreglustjóra ríkissaksóknara og fulltrúum forsætis-, innanríkis- og utanríkisráðuneytisins grein fyrir stöðu málsins. Ákveðið var í framhaldi af framangreindu að lagt yrði til við FBI að leggja fram formlega réttarbeiðni þar sem óskað væri eftir aðstoð íslenskra yfirvalda í máli þessu. Í framhaldinu kom fram réttarbeiðni frá þeim þann 4. júlí 2011 sem lögum samkvæmt var send innanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið féllst á að taka beiðnina til meðferðar og framsendi erindið ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu með bréfi 6. júlí 2011. Í samantekt Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara segir að sama dag hafi Ríkissaksóknari framsent réttarbeiðnina til ríkislögreglustjóra til meðferðar. Hjá Rkislögreglustjóra hafi verið unnið áfram að íslenska hluta rannsóknarinnar í samvinnu við Ríkissaksóknara. Um hafi verið að ræða grun um alvarleg brot sem beindust gegn íslenska ríkinu. Þeirri rannsókn sé ekki lokið en fram hafi komið vísbendingar um að íslendingur og erlendir aðilar með tengsl við Wikileaks samtökin eigi hér hlut að máli. Koma FBI til Íslands hefur verið töluvert til umræðu undanfarna daga eftir að Kristinn Hrafnsson greindi frá því að alríkislögreglan hefði komið til Íslands. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, greindi frá því að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu farið inn í tölvuna sína. Þeir hefðu verið að rannsaka WikiLeaks hérlendis.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira