PlayStation 4 kynnt til leiks eftir 16 daga? 4. febrúar 2013 14:31 Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Sony kynnir nýjustu útgáfuna af PlayStation tölvunni í New York þann 20. febrúar næstkomandi. Tölvan mun bera nafnið PlayStation 4 og er nýjasta kynslóð leikjatölvunnar. Sony hafa boðið blaðamönnum á „viðburð" þar sem rætt verður um „framtíð PlayStation" eins og það er orðað. Ekki hefur verið staðfest af fyrirtækinu að PlayStation 4 verði kynnt til leiks, en sérfræðingar á þessu sviði segja það nánast öruggt. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu að mati blaðamanna, er að samkeppnisaðilinn, Microsoft, muni kynna nýja Xbox tölvu á E3-ráðstefnunni í Los Angeles í júní á þessu ári. Þá hafi Nintendo einnig kynnt Wii U í haust. Á þeim síðum sem fjallað er um málið, eru allir blaðamenn öruggir á því að PlayStation 4 verði kynnt til leiks. Ýmsar getgátur eru uppi með nýju tölvuna, til að mynda eru nokkrir sem halda því fram að mögulegt verði að spila leiki í 240 römmum á sekúndu. Ef það er rétt, þá er það gífurleg þróun frá síðustu kynslóð, því PlayStation 3 og Xbox 360 sýna 30 til 60 ramma á sekúndu. Þó tölvan verði kynnt til leiks í febrúar er líklegt að hún verði ekki fáanleg fyrr en í haust, eða á næsta ári. PlayStation 3 tölvan kom út árið 2005 og PlayStation 2 tölvan árið 2000.Hér að ofan má sjá „kynningarmyndbandið" sem Sony gaf út varðandi blaðamannafundinn síðar í þessum mánuði. Leikjavísir Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Sony kynnir nýjustu útgáfuna af PlayStation tölvunni í New York þann 20. febrúar næstkomandi. Tölvan mun bera nafnið PlayStation 4 og er nýjasta kynslóð leikjatölvunnar. Sony hafa boðið blaðamönnum á „viðburð" þar sem rætt verður um „framtíð PlayStation" eins og það er orðað. Ekki hefur verið staðfest af fyrirtækinu að PlayStation 4 verði kynnt til leiks, en sérfræðingar á þessu sviði segja það nánast öruggt. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu að mati blaðamanna, er að samkeppnisaðilinn, Microsoft, muni kynna nýja Xbox tölvu á E3-ráðstefnunni í Los Angeles í júní á þessu ári. Þá hafi Nintendo einnig kynnt Wii U í haust. Á þeim síðum sem fjallað er um málið, eru allir blaðamenn öruggir á því að PlayStation 4 verði kynnt til leiks. Ýmsar getgátur eru uppi með nýju tölvuna, til að mynda eru nokkrir sem halda því fram að mögulegt verði að spila leiki í 240 römmum á sekúndu. Ef það er rétt, þá er það gífurleg þróun frá síðustu kynslóð, því PlayStation 3 og Xbox 360 sýna 30 til 60 ramma á sekúndu. Þó tölvan verði kynnt til leiks í febrúar er líklegt að hún verði ekki fáanleg fyrr en í haust, eða á næsta ári. PlayStation 3 tölvan kom út árið 2005 og PlayStation 2 tölvan árið 2000.Hér að ofan má sjá „kynningarmyndbandið" sem Sony gaf út varðandi blaðamannafundinn síðar í þessum mánuði.
Leikjavísir Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira