Meðfylgjandi myndir tók Valgarður Gíslason ljósmyndari í Hörpu í gærkvöldi þegar ljóst var að tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, kepptu um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Eyþór Ingi sigraði og mun þar af leiðandi flytja lagið Ég á líf fyrir Íslands hönd í Eurovision í Malmö í maí. Lag og texti lagsins er eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson.
Myndir/Valli
Andrúmsloftið var magnþrungið baksviðs. Hér má sjá Eyþór Inga Eurovisionfara og Halla Reynis fagna.
Undurfagrar mæðgur. Unnur Eggertsdóttir og móðir hennar.