Ástralska sundlandsliðið rotið að innan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2013 13:45 Stephanie Rice vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking en komst ekki á pall í Lundúnum. Nordic Photos / Getty Images Sundsamband Ástralíu lét rannsaka ástæður þess að sundmenn landsins náðu jafn slökum árangri á Ólympíuleikunum í London og raun bar vitni. Ástralía hefur verið ein sterkasta sundþjóð heims en ástralskir sundkappar sneru aftur til síns heima í sumar með aðeins ein gullverðlaun. Árangurinn var sá lakasti í mörg ár. Niðurstaða rannsóknarinnar var að of lítill agi hafi verið í liðinu og að óeining hafi verið á milli sundmanna. Alvarlegast hafi þó verið að algjör einbeitingaskortur virðist hafa verið ríkjandi í hópnum. Ástandið mun svo hafa versnað eftir því sem leið á leikana og slakur árangur kom í ljós. Ástralskir sundmenn hafa lýst leikunum í Lundúnum sem „einmana Ólympíuleikum" eða „einstaklingsleikunum". „Sumir höguðu sér illa gagnvart liðsfélögum sínum og það voru dæmi um hópþrýsting, kúgun og almennt slæma liðsheild. Þjálfarar tóku ekki á vandamálunum sem komu upp," sagði í skýrslunni. Í skýrslunni var einnig rætt um að sundmenn hafi notað lyfsseðilsskyld lyf í óhófi, farið á fyllerí, brotið útivistarreglur, blekkt og lagt í einelti. Þjálfarar og aðrir sem fóru fyrir hópnum hefðu þurft að bregðast við þessu en það hafi ekki verið gert. Sund Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Sundsamband Ástralíu lét rannsaka ástæður þess að sundmenn landsins náðu jafn slökum árangri á Ólympíuleikunum í London og raun bar vitni. Ástralía hefur verið ein sterkasta sundþjóð heims en ástralskir sundkappar sneru aftur til síns heima í sumar með aðeins ein gullverðlaun. Árangurinn var sá lakasti í mörg ár. Niðurstaða rannsóknarinnar var að of lítill agi hafi verið í liðinu og að óeining hafi verið á milli sundmanna. Alvarlegast hafi þó verið að algjör einbeitingaskortur virðist hafa verið ríkjandi í hópnum. Ástandið mun svo hafa versnað eftir því sem leið á leikana og slakur árangur kom í ljós. Ástralskir sundmenn hafa lýst leikunum í Lundúnum sem „einmana Ólympíuleikum" eða „einstaklingsleikunum". „Sumir höguðu sér illa gagnvart liðsfélögum sínum og það voru dæmi um hópþrýsting, kúgun og almennt slæma liðsheild. Þjálfarar tóku ekki á vandamálunum sem komu upp," sagði í skýrslunni. Í skýrslunni var einnig rætt um að sundmenn hafi notað lyfsseðilsskyld lyf í óhófi, farið á fyllerí, brotið útivistarreglur, blekkt og lagt í einelti. Þjálfarar og aðrir sem fóru fyrir hópnum hefðu þurft að bregðast við þessu en það hafi ekki verið gert.
Sund Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira