Matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr neikvæðum í stöðugar. Samsvarandi breyting á horfum átti sér stað hjá ríkissjóði Íslands þann 7. febrúar síðastliðinn.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að breytingin á mati Moody´s endurspeglar að það hafi dregið úr óvissu sem fylgdi úrskurði EFTA-dómstólsins í Icesave málinu í janúar síðastliðinn og almennt bættar efnahagshorfur á Íslandi.
