Sport

Níu íslenskir keppendur á HM í Alpagreinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga María Vilhjálmsdóttir.
Helga María Vilhjálmsdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty
Íslenska skíðafólkið sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Alpagreinum hóf keppni í Schladming í Austurríki í dag. Ísland sendir níu keppendur á heimsmeistaramótið í ár.

Stúlkurnar hófu keppni í dag í stórsvigi og fóru beint í aðalkeppnina. Þær sem taka þátt eru: Helga María Vilhjálmsdóttir, Erla Ásgeirsdóttir og Freydís Halla Einarsdóttir. Eftir fyrri ferð er Freydís Halla í 65. sæti og Helga María í 66. sæti en 139 konur hófu leik í dag sem er met.

María Guðmundsdóttir hætti við þátttöku í stórsvigi, en hún er nýkomin uppúr krossbandsmeiðslum, hún mun hinsvegar taka þátt í sviginu eftir tvo daga.

Strákarnir hófu einnig keppni í dag en þeir taka þátt í undankeppni fyrir aðalkeppnina á morgun, þeir eru líka í stórsvigi í dag. Þeir sem taka þátt eru Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson og Arnar Geir Ísaksson. Aðeins 25 bestu karlarnir komast áfram í aðalkeppnina úr undankeppninni, en það voru 132 sem hófu leik í morgun í undankeppninni.

Brynjar Jökull er í 45. Sæti eftir fyrri ferð, Arnar Geir er í 50. Sæti og Einar Kristinn í 51. sæti. Þeir þurfa því að eiga mjög góða seinni ferð til þess að komast í top 25. Undankeppnin hjá körlum fer fram í Reiteralm, Austurríki.

Seinni ferðin í bæði kvenna- og karlamótinu er kl. 12:30 á íslenskum tíma.

Á morgun fer fram stórsvig karla (aðalkeppni), á laugardaginn er svo svig kvenna (aðalkeppni) og svig karla (undankeppni). Á sunnudaginn er svo aðalkeppnin í svigi karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×