Ásdís Rán Gunnarsdóttir tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega eins og sést á Instagram myndunum hennar sem hún gaf okkur leyfi til að birta. Hún nýtur lífsins með börnunum sínum á Íslandi og leyfir sér að flippa á milli þess sem hún hefur nóg að gera. Ásdís er í stuttri heimsókn hér á landi áður en hún flýgur aftur til Búlgaríu þar sem hún er búsett.
Í meðfylgjandi myndasafni má skoða fleiri myndir af Ásdísi en hana má finna undir nafninu asdisran á Instagram.