Tekist á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen 12. febrúar 2013 10:05 Gunnar Þ. Andersen. Tekist verður á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins í dag en munnlegur málflutningur fer fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gunnar, ásamt starfsmanni Landsbankans, eru ákærðir fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar á að hafa lekið upplýsingum um félag tengt þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, til DV, sem fjallaði svo um upplýsingarnar sem þeir fengu í hendur. Gunnar hefur reyndar einnig kært þingmanninn, auk Ágústu Johnson eiginkonu hans, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, til embættis sérstaks saksóknara, eins og greint var frá í DV í nóvember á síðasta ári. Nú vill hann einnig að þau þrjú beri vitni í málinu og það snýst málflutningurinn samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Meðal þess sem Gunnar sakar þau um eru mútur, umboðssvik og aðild að málum sem tengjast eignarhaldsfélaginu Bogamanninum. Rannsókn er ekki hafin í þessu máli samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er í þriðja skiptið sem munnlegur málflutningur fer fram í máli Gunnars. Hann krafðist þess að saksóknarinn, Helgi Magnús Gunnarsson, viki, þar sem hann sótti eitt sinn um starf forstjóra FME. Því var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði svo kröfu Gunnars í nóvember síðastliðnum um að lagt yrði fyrir saksóknara að afla upplýsinga um gögn og viðskipti Landsbanka Íslands við eignarhaldsfélagið Bogamanninn. Skömmu síðar kærði Gunnar málið til Sérstaks saksóknara og birtist þá frétt DV um málið, örfáum dögum fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem Guðlaugur bauð sig fram. Upphaf átaka á milli Guðlaugs Þórs og Gunnars má rekja til umfjöllunar Kastljóss fyrir um ári síðan. Gunnar fullyrti skömmu eftir að stjórn FME kærði hann til lögreglu að Guðlaugur Þór hefði lekið upplýsingum um sig í Kastljósið. Munnlegum málflutningi lýkur um hádegið. Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Tekist verður á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins í dag en munnlegur málflutningur fer fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gunnar, ásamt starfsmanni Landsbankans, eru ákærðir fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar á að hafa lekið upplýsingum um félag tengt þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, til DV, sem fjallaði svo um upplýsingarnar sem þeir fengu í hendur. Gunnar hefur reyndar einnig kært þingmanninn, auk Ágústu Johnson eiginkonu hans, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, til embættis sérstaks saksóknara, eins og greint var frá í DV í nóvember á síðasta ári. Nú vill hann einnig að þau þrjú beri vitni í málinu og það snýst málflutningurinn samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Meðal þess sem Gunnar sakar þau um eru mútur, umboðssvik og aðild að málum sem tengjast eignarhaldsfélaginu Bogamanninum. Rannsókn er ekki hafin í þessu máli samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er í þriðja skiptið sem munnlegur málflutningur fer fram í máli Gunnars. Hann krafðist þess að saksóknarinn, Helgi Magnús Gunnarsson, viki, þar sem hann sótti eitt sinn um starf forstjóra FME. Því var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði svo kröfu Gunnars í nóvember síðastliðnum um að lagt yrði fyrir saksóknara að afla upplýsinga um gögn og viðskipti Landsbanka Íslands við eignarhaldsfélagið Bogamanninn. Skömmu síðar kærði Gunnar málið til Sérstaks saksóknara og birtist þá frétt DV um málið, örfáum dögum fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem Guðlaugur bauð sig fram. Upphaf átaka á milli Guðlaugs Þórs og Gunnars má rekja til umfjöllunar Kastljóss fyrir um ári síðan. Gunnar fullyrti skömmu eftir að stjórn FME kærði hann til lögreglu að Guðlaugur Þór hefði lekið upplýsingum um sig í Kastljósið. Munnlegum málflutningi lýkur um hádegið.
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira