Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2013 19:00 Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í forsíðufyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. Olíustofnun Noregs áætlar að við Jan Mayen geti leynst 90 milljónir rúmmetra af olíu, en telur óvissuna það mikla að magnið geti legið frá því að vera ekki neitt og upp í 460 milljónir rúmmetra. Ef olíulind er staðfest með borunum hækkar matið í 200 milljónir rúmmetra. Lægsta mat 20 milljónir rúmmetra, hæsta 640 milljónir rúmmetra en það eru liðlega fjórir milljarðar olíutunna. Miðað við að tunnan kosti yfir hundrað dollara má reikna verðmætin Noregsmegin upp á 40.000 milljarða íslenskra króna, með lægsta mat upp á 1.700 milljarða króna og hæsta mat upp á 54.000 milljarða króna, en það er um það bil hundrað sinnum meira en tekjur íslenska ríkisins á einu ári. Sérfræðingar hafa talið íslenska hlutann ekki síðri og því er von að fulltrúar sérleyfishafa á Drekanum kætist yfir þessum nýju upplýsingum. Kristján Jóhannsson, stjórnarformaður Íslensks kolvetnis ehf. segir þetta mikil gleðitíðindi fyrir þau fyrirtæki sem hafi hafið rannsóknir á Drekasvæðinu. Fréttir um að þarna sé mikið magn styrki menn í þeirri trú að olía finnist einnig okkar megin. Það séu gleðfréttir fyrir þjóðina og alla sem komi að þessu verkefni og auki mönnum heldur betur bjartsýni. Tengdar fréttir Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. 13. febrúar 2013 18:46 Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugi aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í forsíðufyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. Olíustofnun Noregs áætlar að við Jan Mayen geti leynst 90 milljónir rúmmetra af olíu, en telur óvissuna það mikla að magnið geti legið frá því að vera ekki neitt og upp í 460 milljónir rúmmetra. Ef olíulind er staðfest með borunum hækkar matið í 200 milljónir rúmmetra. Lægsta mat 20 milljónir rúmmetra, hæsta 640 milljónir rúmmetra en það eru liðlega fjórir milljarðar olíutunna. Miðað við að tunnan kosti yfir hundrað dollara má reikna verðmætin Noregsmegin upp á 40.000 milljarða íslenskra króna, með lægsta mat upp á 1.700 milljarða króna og hæsta mat upp á 54.000 milljarða króna, en það er um það bil hundrað sinnum meira en tekjur íslenska ríkisins á einu ári. Sérfræðingar hafa talið íslenska hlutann ekki síðri og því er von að fulltrúar sérleyfishafa á Drekanum kætist yfir þessum nýju upplýsingum. Kristján Jóhannsson, stjórnarformaður Íslensks kolvetnis ehf. segir þetta mikil gleðitíðindi fyrir þau fyrirtæki sem hafi hafið rannsóknir á Drekasvæðinu. Fréttir um að þarna sé mikið magn styrki menn í þeirri trú að olía finnist einnig okkar megin. Það séu gleðfréttir fyrir þjóðina og alla sem komi að þessu verkefni og auki mönnum heldur betur bjartsýni.
Tengdar fréttir Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. 13. febrúar 2013 18:46 Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugi aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. 13. febrúar 2013 18:46
Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51