Íslenski boltinn

Algarve-hópurinn klár hjá Sigga Ragga

Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. vísir/stefán
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.

Ísland leikur í B-riðli og er fyrsti leikur liðsins er gegn Bandaríkjunum 6. mars. Svíar verða svo mótherjarnir þann 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna en lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn Kína, 11. mars. Síðasti leikur liðsins verður svo leikur um sæti en þeir leikir fara fram 13. mars.

Þjóðirnar sem leik í A-riðli eru: Danmörk, Japan, Noregur og Þýskaland. Efstu þjóðirnar í A og B-riðli leika til úrslita í mótinu. Þá er einnig leikið í C-riðli en þar leika: Mexíkó, Portúgal, Ungverjaland og Wales.

Hópurinn:

Markverðir:

Þóra Björg Helgadóttir, Ldb Malmö

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Avaldsnes

Birna Kristjánsdóttir, Breiðablik

Aðrir leikmenn:

Katrín Jónsdóttir, Umeå

Edda Garðarsdóttir, Chelsea Ladies FC

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Chelsea Ladies FC

Sara Björk Gunnarsdóttir, Ldb Malmö

Katrín Ómarsdóttir, Liverpool Ladies FC

Rakel Hönnudóttir, Breiðablik

Sif Atladóttir, Kristianstads

Fanndís Friðriksdóttir, Kolbotn

Hallbera Guðný Gísladóttir, Pitea

Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstads

Dagný Brynjarsdóttir, Valur

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan

Mist Edvardsdóttir, Avaldsnes

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Arna-Bjornar

Elísa Viðarsdóttir, ÍBV

Sandra María Jessen, Þór

Elín Metta Jensen, Valur

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×