Borgarstjóri Reykvíkinga, Jón Gnarr, er í uppáhaldi hjá ónefndum Bandaríkjamanni sem fékk óvænta sendingu inn um bréfalúguna í vikunni.
Maðurinn var einn fjölmargra sem nýttu tækifærið þegar borgarstjórinn sat fyrir svörum á Reddit í desember. Þar var borgarstjórinn spurður út í allt og ekkert auk þess sem maðurinn nýtti tækifærið og bað hann um að senda sér áritaða mynd.
„Ég bað Jón Gnarr um áritaða mynd af sér í AMA (innsk: Ask me anything) og hann sendi hana! Reykjavík á STÓRKOSTLEGAN borgarstjóra," skrifar notandinn í texta við myndir sem hann birti á Reddit í vikunni.
Í svörum Jóns kom meðal annars fram að uppáhalds grínisti hans væri Karl Pilkington og það hefði verið afar skrýtið að afklæðast kvenmannsfötum eftir Gay Pride. Aðspurður hversu mörg tungumál hann kynni svaraði borgarstjóri: „Tæplega eitt"
Svör Jóns við spurningum lesenda Reddit má sjá hér.
Erlent