Tökur á stórmynd Baltasars hefjast í sumar - „Nenni ekki að hafa vælandi Breta uppi á jökli“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. febrúar 2013 21:04 Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent