Sport

UFC-samningi Santiago rift

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dana White, forseti UFC-bardagasambandsins, staðfesti í gær að samningi Jorge Santiago, síðasta andstæðingi Gunnars Nelson, hafi verið rift.

Þetta kemur fram á bardagafregnir.is. Gunnar hefði betur gegn Santiago á stigum um helgina en þetta var í annað skipti sem hann berst undir merkjum UFC.

Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara vegna meiðsla Justin Edwards, sem Gunnar átti upphaflega að berjast við.

Santiago hefur tvívegis áður hætt hjá UFC. Fyrst árið 2006 og svo aftur fimm árum síðar. Hann er 32 ára gamall og hefur á atvinnuferli sínum unnið 25 af 36 bardögum sínum.

Meðal annarra bardagakappa sem fengu að fjúka að þessu sinni er Jon Fitch, sem þykir þó einn öflugasti keppandi veltivigtarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×