Erlent

Vilja Vulkan sem nafn á nýfundnu tungli við Plútó

Myndin er af heimasíðu NASA.
Myndin er af heimasíðu NASA.

Nafnið Vulkan kemur helst til greina sem heitið á öðru af tveimur litlum tunglum sem nýlega fundust á braut um Plútó.



Skoðanakönnun hefur staðið yfir um nafn á þessum tunglum á vegum Seti stofnunarinnar í Kaliforníu. Af þeim 300.000 manns sem tekið hafa þátt í könnuninni vilja yfir 100.000 að annað tunglið heiti Vulkan. Sem stendur ber tunglið nafnið P4.



Þetta ætti að gleðja Star Trek aðdáendur enda kemur nafnið þaðan. Plánetan Vulkan er heimkynni Spock einnar af lylkilpersónunum í Star Trek þáttunum og kvikmyndunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×