Erlent

Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi

Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að spurningar dómarans til lögreglumannsins sem stjórnar rannsókninni á morði kærustu Pistorius bendi til þess að dómarinn sé að íhuga að láta Pistorius lausann. Geri hann það ekki gæti Pistorius þurft að dvelja í fangelsi mánuðum saman með réttað verður í málinu.

Í dómsal í gærdag þótti fyrrgreindum lögreglumaður standa sig illa þegar hann var spurður um hvaða sönnunargögn lögreglan hefði í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×