„Eins og að horfa á laminn selskóp“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2013 11:39 Lögreglumaðurinn Hilton Botha fer fyrir rannsókn málsins. Mynd/AP Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi. Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steencamp, til bana að morgni 14. febrúar og er hann grunaður um morð af yfirlögðu ráði. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að Steencamp væri innbrotsþjófur, en hún var skotin í gegn um baðherbergishurð. Roux gagnrýnir Botha og segir ógerlegt að greina raddir í 600 metra fjarlægð, en vitni segist hafa heyrt hávaðarifrildi frá heimili Pistoriusar skömmu fyrir skothvellina. Botha staðfestir að vitnið hafi ekki borið sérstaklega kennsl á raddir þeirra Pistoriusar og Steencamp. Þegar Botha játaði þessu upphófst mikill kliður í dómssalnum. Verjendur spretthlauparans segja meinta stera sem fundust á heimili íþróttamannsins vera lögleg náttúrulyf. Einnig bendir Roux á að þvagblaðra Steencamp hafi verið tóm og það styðji framburð Pistoriusar um að hún hafi farið á baðherbergið um nóttina.Verjandinn Barry Roux er harður í horn að taka.Mynd/GettyEkkert stangast á við framburðinn Þá reyndi Roux að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar og spurði Botha hvers vegna lögreglan hefði ekki gengið úr skugga um einföldustu hluti, eins og að athuga hvort Pistorius hefði hringt á sjúkrahús. Að lokum fékk Roux lögreglumanninn til að viðurkenna að engin sönnunargögn hefðu fundist í íbúð Pistoriusar sem stönguðust á við framburð hans. Hafði fréttamaður eNews Channel Africa á staðnum orð á því að yfirheyrslan yfir Botha væri „eins og að horfa á laminn selskóp". Stutt hlé var gert á gæsluvarðhaldsréttarhöldunum nú fyrir stuttu, en þau halda áfram innan skamms.Uppfært kl. 12:53Hlé verður gert á gæsluvarðhaldréttarhöldum til morguns. Pistorius virtist í meira jafnvægi í hádeginu en áður.Verjandinn hélt áfram að yfirheyra Botha og hlátrasköll heyrðust þegar lögreglumaðurinn sagði hættu á að Pistorius flýði land ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu.Botha viðurkenndi einnig að hafa gengið um á vettvangi án skóhlífa. Slíkt er með öllu bannað og Botha viðurkenndi að það hefðu verið mistök. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00 BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12 Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00 Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22 Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17 Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi. Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steencamp, til bana að morgni 14. febrúar og er hann grunaður um morð af yfirlögðu ráði. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að Steencamp væri innbrotsþjófur, en hún var skotin í gegn um baðherbergishurð. Roux gagnrýnir Botha og segir ógerlegt að greina raddir í 600 metra fjarlægð, en vitni segist hafa heyrt hávaðarifrildi frá heimili Pistoriusar skömmu fyrir skothvellina. Botha staðfestir að vitnið hafi ekki borið sérstaklega kennsl á raddir þeirra Pistoriusar og Steencamp. Þegar Botha játaði þessu upphófst mikill kliður í dómssalnum. Verjendur spretthlauparans segja meinta stera sem fundust á heimili íþróttamannsins vera lögleg náttúrulyf. Einnig bendir Roux á að þvagblaðra Steencamp hafi verið tóm og það styðji framburð Pistoriusar um að hún hafi farið á baðherbergið um nóttina.Verjandinn Barry Roux er harður í horn að taka.Mynd/GettyEkkert stangast á við framburðinn Þá reyndi Roux að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar og spurði Botha hvers vegna lögreglan hefði ekki gengið úr skugga um einföldustu hluti, eins og að athuga hvort Pistorius hefði hringt á sjúkrahús. Að lokum fékk Roux lögreglumanninn til að viðurkenna að engin sönnunargögn hefðu fundist í íbúð Pistoriusar sem stönguðust á við framburð hans. Hafði fréttamaður eNews Channel Africa á staðnum orð á því að yfirheyrslan yfir Botha væri „eins og að horfa á laminn selskóp". Stutt hlé var gert á gæsluvarðhaldsréttarhöldunum nú fyrir stuttu, en þau halda áfram innan skamms.Uppfært kl. 12:53Hlé verður gert á gæsluvarðhaldréttarhöldum til morguns. Pistorius virtist í meira jafnvægi í hádeginu en áður.Verjandinn hélt áfram að yfirheyra Botha og hlátrasköll heyrðust þegar lögreglumaðurinn sagði hættu á að Pistorius flýði land ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu.Botha viðurkenndi einnig að hafa gengið um á vettvangi án skóhlífa. Slíkt er með öllu bannað og Botha viðurkenndi að það hefðu verið mistök.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00 BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12 Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00 Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22 Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17 Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00
BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12
Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00
Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22
Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17
Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27
Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20
Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34
Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14