Handbolti

ÍR-ingar mega koma með bikarinn í sund - á opnunartíma

Breiðholtslaug óskar ÍR-ingum góðs gengis í Símabikarnum í handbolta um helgina en áréttar að halda sér við opnunartíma laugarinnar, vilji leikmenn skella sér í sund um helgina.

ÍR er komið í úrslitaleik bikarkeppninnar eftir sigur á Selfyssingum í dag, eins og lesa má um hér fyrir neðan.

Á dögunum gerðu leikmenn meistaraflokks Leiknis í knattspyrnu fræga ferð í Breiðholtslaug að næturlagi eftir sigur í Reykjavíkurmótinu. Leikmennirnir gleymdu þó bikarnum og komst þannig upp um þá.

"Ef bikarinn verður ykkar bjóðum við ykkur velkomna í laugina með bikarinn meðferðis ... á opnunartíma laugarinnar sem er á sunnudögum frá kl. 9-18," segir í kveðju Breiðholtslaugarinnar, sem er staðsett við íþróttahúsið í Austurbergi. Þar leikur handboltalið ÍR heimaleiki sína.


Tengdar fréttir

"Auðvitað er okkur treystandi"

Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×