Skálmöld svalaði rokkþyrstum föngum á Litla Hrauni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. mars 2013 19:02 Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af fangelsinu að Litla Hrauni þegar þungarokkarnir í Skálmöld svöluðu rokkþyrstum föngum þar í gærkvöld. Rokksveitin Skálmöld hefur komið víða við á ferð sinni í kringum landið ber hið viðeigandi heiti Myrkur Kuldi Ís og snjór. Í gær var röðin komin að fangelsinu á litla hrauni en sveitin hefur lengi haft það á stefnuskrá sinni að spila í fangelsinu. Á tónleikunum tóku Skálmaldarmenn lög af plötum sínum tveimur og höfðu menn á orði að svo þungt rokk hefði ekki áður hljómað á hrauninu. „Við erum búnir að vonast til þess í ár að fá þá hingað og þeir hafa verið á tónleikaferðalagi og við vissum að við yrðum eitthvað að sitja á hakanum, en við vissum að það yrði ekki lengi. Þetta er langþráður draumur," sagði mikill aðdáandi sveitarinnar á Litla Hrauni. Og þeir hafa staðið undir væntingum? „Algjörlega þetta er það öflugasta sem hefur komið hingað hingað til og eitt af því öflugasta sem ég hef orðið vitni að í rokkbransanum." „Þetta er eina lokaða giggið á túrnum, eina einkapartíið," segor Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari sveitarinnar. Snæbjörn segir að þeir félagar hafi skemmt sér konunglega. „Eiginlega meira gaman en við héldum þetta var eiginlega alveg geðveikt sko," segir Snæbjörn og tekur vel í að koma aftur síðar. „Já, ef strákarnir vilja fá okkur sem mér sýnist að sé þá er það bara klárlega, engin spurning." Og Skálmaldarmenn voru leystir út með gjöf, glæsilegri bílnúmeraplötu með nafni sveitarinnar. „Þetta er náttúrulega geðveikt. Ég veit ekki hver á að eiga þetta en við eigum eftir að slást um þetta egar við komum heim," segir Snæbjörn. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af fangelsinu að Litla Hrauni þegar þungarokkarnir í Skálmöld svöluðu rokkþyrstum föngum þar í gærkvöld. Rokksveitin Skálmöld hefur komið víða við á ferð sinni í kringum landið ber hið viðeigandi heiti Myrkur Kuldi Ís og snjór. Í gær var röðin komin að fangelsinu á litla hrauni en sveitin hefur lengi haft það á stefnuskrá sinni að spila í fangelsinu. Á tónleikunum tóku Skálmaldarmenn lög af plötum sínum tveimur og höfðu menn á orði að svo þungt rokk hefði ekki áður hljómað á hrauninu. „Við erum búnir að vonast til þess í ár að fá þá hingað og þeir hafa verið á tónleikaferðalagi og við vissum að við yrðum eitthvað að sitja á hakanum, en við vissum að það yrði ekki lengi. Þetta er langþráður draumur," sagði mikill aðdáandi sveitarinnar á Litla Hrauni. Og þeir hafa staðið undir væntingum? „Algjörlega þetta er það öflugasta sem hefur komið hingað hingað til og eitt af því öflugasta sem ég hef orðið vitni að í rokkbransanum." „Þetta er eina lokaða giggið á túrnum, eina einkapartíið," segor Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari sveitarinnar. Snæbjörn segir að þeir félagar hafi skemmt sér konunglega. „Eiginlega meira gaman en við héldum þetta var eiginlega alveg geðveikt sko," segir Snæbjörn og tekur vel í að koma aftur síðar. „Já, ef strákarnir vilja fá okkur sem mér sýnist að sé þá er það bara klárlega, engin spurning." Og Skálmaldarmenn voru leystir út með gjöf, glæsilegri bílnúmeraplötu með nafni sveitarinnar. „Þetta er náttúrulega geðveikt. Ég veit ekki hver á að eiga þetta en við eigum eftir að slást um þetta egar við komum heim," segir Snæbjörn.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira