Umfjöllun, viðtöl og myndir: Selfoss - ÍR 25-34 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 8. mars 2013 11:45 ÍR tryggði sér sæti í úrslitum Síma bikars karla í handbolta með því að leggja Selfoss að velli 34-25 í ójöfnum leik í Laugardalshöll í kvöld. Það var mjög mikill hraði í leiknum og þá sérstaklega til að byrja með. Selfoss hélt í við ÍR þar til að fyrri hálfleikur var hálfnaður en þá náði ÍR hægt og rólega að byggja upp forskot sem var komið í fimm mörk fyrir hálfleik 17-12. Vörn ÍR var góð og missti Selfoss þolinmæðina í sókninni er leið á fyrri hálfleik og sætti liðið sig við allt of mörg léleg skotfæri eftir fáar sendingar. ÍR refsaði fyrir það með mörkum úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknarleikur liðsins af teig gekk vel. ÍR var ákveðið í að gera leikinn ekki spennandi. Liðið lék frábæra vörn í seinni hálfleik og náði mest ellefu marka mun 26-15 um miðbik seinni hálfleiks. Þá fór ÍR og hvíla lykilmenn fyrir úrslitaleikinn á sunnudaginn og Selfoss náði að laga stöðuna lítillega og minnkaði muninn í minnst sjö mörk, 28-21, þegar sex mínútur voru eftir. ÍR keyrði þá upp hraðan og herti aftur á vörninni og náði aftur 10 marka forystu og vann að lokum níu marka sigur. ÍR var einfaldlega of stór biti fyrir reynslu lítið og ungt lið Selfoss og sást gæðamunurinn á N1 deildinni og 1. deildinni glögglega. Sturla: Aldrei í hættu„Þetta er gott lið og eru stórir og sterkir og við vissum að þeir myndu mæta svona til leiks með engu að tapa og allt að vinna. Við vorum yfirspenntir í byrjun en eftir að við náum að róa okkur niður og spila okkar leik þá fannst mér þetta aldrei vera í hættu," sagði Sturla Ásgeirsson sem lék að vanda vel fyrir ÍR. „Við náum fimm mörkum fyrir hálfleik og svo lokar Kristófer markinu í seinni og þá siglum við þessu örugglega heim. Frábær sigur," sagði Sturla sem fékk góða hvíld í leiknum. „Það er nauðsynlegt að fá nokkrar mínútur á bekknum þegar það er svona stutt í næsta leik. Það var frábært að þetta náði að vera svona öruggt og menn fengu að hvíla sig. Menn verða þá þeim mun ferskari þegar að kemur að leiknum á sunnudaginn. „Við erum með hörku vörn og markmaðurinn var í stuði. Svo náðum við nokkrum hraðaupphlaupum í kvöld, fleirum en við höfum ná í síðustu leikjum og þá náðum við að skora fleiri mörk. Þetta er í raun áframhald af því sem verið hefur. „Það er kannski sérstakt að menn sama hafa spilað minna í vetur hafa fengið fullt af mínútum í undanúrslitum bikars. Það er bara frábært með fullt hús af fólki og flotta umgjörð. Það voru allir klárir sem komu inn á og Binni gamli (Brynjar Valgeir Steinarsson) þó hann sé ekki gamall af árum var frábær á síðustu mínútunum," sagði Sturla að lokum. Arnar: Getum unnið lið eins og ÍR eftir tvö, þrjú ár„Við misstum þá of langt fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks. Það var bara tveggja marka munur þegar skammt var eftir og við hefðum getað haft þetta leik lengur ef við hefðum haldið þeim í því forskoti," sagði Arnar Gunnarsson þjálfari Selfoss. „Við vorum óþolinmóðir og agalausir undir lok fyrri hálfleiks og það er kannski reynslu leysi. Þeir fengu þá auðveld mörk sem við ætluðum einmitt að koma í veg fyrir. En það er erfitt þegar þú spilar agalaust. Þeir stinga svo af í upphafi seinni hálfleik og þar er leikurinn nánast farinn. „Við reyndum að taka tvo úr umferð og hættum ekki. Við trúðum alltaf að það væri hægt að vinna upp muninn en þetta fer vonandi bara í þennan fræga reynslu banka. „Við erum að reyna að byggja upp liðið eftir að 14 leikmenn yfirgáfu liðið 2011. Það er kannski full stór biti fyrir flest félög. En ég trúi því að við eigum að geta unnið lið eins ÍR eftir tvö, þrjú ár," sagði Arnar sem hefur fulla trú á sínu efnilega og skemmtilega liði. Olís-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
ÍR tryggði sér sæti í úrslitum Síma bikars karla í handbolta með því að leggja Selfoss að velli 34-25 í ójöfnum leik í Laugardalshöll í kvöld. Það var mjög mikill hraði í leiknum og þá sérstaklega til að byrja með. Selfoss hélt í við ÍR þar til að fyrri hálfleikur var hálfnaður en þá náði ÍR hægt og rólega að byggja upp forskot sem var komið í fimm mörk fyrir hálfleik 17-12. Vörn ÍR var góð og missti Selfoss þolinmæðina í sókninni er leið á fyrri hálfleik og sætti liðið sig við allt of mörg léleg skotfæri eftir fáar sendingar. ÍR refsaði fyrir það með mörkum úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknarleikur liðsins af teig gekk vel. ÍR var ákveðið í að gera leikinn ekki spennandi. Liðið lék frábæra vörn í seinni hálfleik og náði mest ellefu marka mun 26-15 um miðbik seinni hálfleiks. Þá fór ÍR og hvíla lykilmenn fyrir úrslitaleikinn á sunnudaginn og Selfoss náði að laga stöðuna lítillega og minnkaði muninn í minnst sjö mörk, 28-21, þegar sex mínútur voru eftir. ÍR keyrði þá upp hraðan og herti aftur á vörninni og náði aftur 10 marka forystu og vann að lokum níu marka sigur. ÍR var einfaldlega of stór biti fyrir reynslu lítið og ungt lið Selfoss og sást gæðamunurinn á N1 deildinni og 1. deildinni glögglega. Sturla: Aldrei í hættu„Þetta er gott lið og eru stórir og sterkir og við vissum að þeir myndu mæta svona til leiks með engu að tapa og allt að vinna. Við vorum yfirspenntir í byrjun en eftir að við náum að róa okkur niður og spila okkar leik þá fannst mér þetta aldrei vera í hættu," sagði Sturla Ásgeirsson sem lék að vanda vel fyrir ÍR. „Við náum fimm mörkum fyrir hálfleik og svo lokar Kristófer markinu í seinni og þá siglum við þessu örugglega heim. Frábær sigur," sagði Sturla sem fékk góða hvíld í leiknum. „Það er nauðsynlegt að fá nokkrar mínútur á bekknum þegar það er svona stutt í næsta leik. Það var frábært að þetta náði að vera svona öruggt og menn fengu að hvíla sig. Menn verða þá þeim mun ferskari þegar að kemur að leiknum á sunnudaginn. „Við erum með hörku vörn og markmaðurinn var í stuði. Svo náðum við nokkrum hraðaupphlaupum í kvöld, fleirum en við höfum ná í síðustu leikjum og þá náðum við að skora fleiri mörk. Þetta er í raun áframhald af því sem verið hefur. „Það er kannski sérstakt að menn sama hafa spilað minna í vetur hafa fengið fullt af mínútum í undanúrslitum bikars. Það er bara frábært með fullt hús af fólki og flotta umgjörð. Það voru allir klárir sem komu inn á og Binni gamli (Brynjar Valgeir Steinarsson) þó hann sé ekki gamall af árum var frábær á síðustu mínútunum," sagði Sturla að lokum. Arnar: Getum unnið lið eins og ÍR eftir tvö, þrjú ár„Við misstum þá of langt fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks. Það var bara tveggja marka munur þegar skammt var eftir og við hefðum getað haft þetta leik lengur ef við hefðum haldið þeim í því forskoti," sagði Arnar Gunnarsson þjálfari Selfoss. „Við vorum óþolinmóðir og agalausir undir lok fyrri hálfleiks og það er kannski reynslu leysi. Þeir fengu þá auðveld mörk sem við ætluðum einmitt að koma í veg fyrir. En það er erfitt þegar þú spilar agalaust. Þeir stinga svo af í upphafi seinni hálfleik og þar er leikurinn nánast farinn. „Við reyndum að taka tvo úr umferð og hættum ekki. Við trúðum alltaf að það væri hægt að vinna upp muninn en þetta fer vonandi bara í þennan fræga reynslu banka. „Við erum að reyna að byggja upp liðið eftir að 14 leikmenn yfirgáfu liðið 2011. Það er kannski full stór biti fyrir flest félög. En ég trúi því að við eigum að geta unnið lið eins ÍR eftir tvö, þrjú ár," sagði Arnar sem hefur fulla trú á sínu efnilega og skemmtilega liði.
Olís-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira