Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Höskuldur Kári Schram skrifar 7. mars 2013 20:01 Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira