Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Höskuldur Kári Schram skrifar 7. mars 2013 20:01 Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent