Gylfi frábær í sigri á Inter | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2013 13:51 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri Tottenham á ítalska stórliðinu Inter í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Gylfi hefur spilað vel að undanförnu og hélt því sæti í sínu í byrjunarliði Tottenham. Hann þakkaði traustið með því að leggja upp fyrsta mark leiksins fyrir Gareth Bale, sem skoraði með skalla á sjöttu mínútu. Gylfi var svo sjálfur á ferðinni á átjándu mínútu er hann fylgdi eftir skoti Jermain Defoe sem var varið. Gylfi stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Myndband af fyrstu tveimur mörkum leiksins má sjá með því að smella á hlekkinn efst í fréttinni. Varnarmaðurinn Jan Vertonghen skoraði svo þriðja mark Tottenham í upphafi síðari hálfleiks með skalla eftir hornspyrnu Gareth Bale. Tottenham spilaði frábærlega í kvöld og Gylfi var engin undantekning. Þetta var örugglega hans besti leikur í hvítu treyjunni síðan hann kom til félagsins í sumar og gekk hann af velli undir dúndrandi lófataki áhorfenda á White Hart Lane þegar honum var skipt af velli. Inter fékk tvö dauðafæri í leiknum eftir að sóknarmenn liðsins sluppu í gegn, einir gegn Brad Friedel markverði. Í fyrra skiptið var skotið framhjá en í hitt varði Friedel vel. Tottenham sótti einnig stíft og fékk nokkur færi til að skora enn fleiri mörk. Sigur Tottenham var aldrei í hættu í kvöld og liðið í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Mílanó. Evrópudeild UEFA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri Tottenham á ítalska stórliðinu Inter í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Gylfi hefur spilað vel að undanförnu og hélt því sæti í sínu í byrjunarliði Tottenham. Hann þakkaði traustið með því að leggja upp fyrsta mark leiksins fyrir Gareth Bale, sem skoraði með skalla á sjöttu mínútu. Gylfi var svo sjálfur á ferðinni á átjándu mínútu er hann fylgdi eftir skoti Jermain Defoe sem var varið. Gylfi stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Myndband af fyrstu tveimur mörkum leiksins má sjá með því að smella á hlekkinn efst í fréttinni. Varnarmaðurinn Jan Vertonghen skoraði svo þriðja mark Tottenham í upphafi síðari hálfleiks með skalla eftir hornspyrnu Gareth Bale. Tottenham spilaði frábærlega í kvöld og Gylfi var engin undantekning. Þetta var örugglega hans besti leikur í hvítu treyjunni síðan hann kom til félagsins í sumar og gekk hann af velli undir dúndrandi lófataki áhorfenda á White Hart Lane þegar honum var skipt af velli. Inter fékk tvö dauðafæri í leiknum eftir að sóknarmenn liðsins sluppu í gegn, einir gegn Brad Friedel markverði. Í fyrra skiptið var skotið framhjá en í hitt varði Friedel vel. Tottenham sótti einnig stíft og fékk nokkur færi til að skora enn fleiri mörk. Sigur Tottenham var aldrei í hættu í kvöld og liðið í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Mílanó.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Sjá meira