Tónlist

Sjáðu framlag Bonnie Tyler í Eurovision

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bonnie Tyler hefur verið valin til þess að flytja framlag Breta í Eurovision í vor. Lagið heitir Believe In Me og segist Bonnie ætla að gefa allt sem hún á í flutninginn á stóra sviðinu í Malmö. Bandaríski höfundurinn Desmond Child samdi lagið með Bretunum Lauren Christy og Christopher Braide. Child hefur unnið með Bonnie Tyler í gegnum árin, auk þess að semja smelli fyrir Kiss og og Bon Jovi og lögin She Bangs og Livin' Da Vida Loca fyrir Ricky Martin. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Vonir standa til að henni muni ganga betur en Engelbert Humperdinck í fyrra, en hann var í næstsíðasta sæti. Eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a Heart.

Það er hægt að lesa meira um málið á vef Guardian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.