Sport

Hafdís Pála og Kristófer Íslandsmeistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR og Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR
Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR og Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR Mynd/www.kli.is/Valgeir Guðbjartsson
Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR og Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitil einstaklinga með forgjöf í keilu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keilusambandi Íslands.

Hafdís Pála vann úrslitaleikinn á móti Vilborgu Lúðvíksdóttur úr ÍA en Kristófer John hafði betur á móti Baldri Haukssyni úr ÍFH. Þetta er í fyrsta skipti sem þau bæði vinna þennan titil.

Í úrslitunum hjá konunum tryggði Hafdís Pála sér sigurinn í fyrsta leiknum með 244 með forgjöf (215 + 29) á móti 208 hjá Vilborgu (168 + 40). Annar leikinn vann Hafdís Pála einnig með stórleik 234 með forgjöf (205 + 29) en Vilborg spilaði 172 með forgjöf (132 + 40). Þar sem Hafdís Pála hafði verið í 2. sætinu að loknum undanúrslitum þurfti hún að vinna 3 leiki til að tryggja sér titilinn og þriðji leikurinn var spennandi þar sem Hafdís Páll vannn með aðeins 5 pinnum eða með 208 með forgjöf (179 + 29) á móti 203 með forgjöf (163 + 40) hjá Vilborgu.

Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR tryggði sér efsta sætið í karlaflokki á fyrri degi forkeppninnar og hélt öruggri forystu allt til loka keppninnar með góðri spilamennsku. Í úrslitunum var Kristófer öryggið uppmálað og tryggði sér titilinn með góðri spilamennsku. Hann vann fyrsta leikinn með 239 með forgjöf (210 + 29) á móti 188 með forgjöf hjá Baldri (116 + 72) og svo annan leikinn með 251 með forgjöf (222 + 29) á móti 139 + 72 ) hjá Baldri.

Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR er aðeins 17 ára að aldri og þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill hennar í fullorðinsflokki. Hún tryggði sér á síðasta ári sæti í unglingalandsliðinu í keilu og keppti með liðinu á Evrópumóti unglinga 2012 í Álaborg í Danmörku og mun keppa með liðinu á sama móti sem haldið verður í Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k.

Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR er 22 ára og var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Hann hefur eingöngu stundað keiluíþróttina í tvö ár og tekið miklum framförum á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×