Fótbolti

Pogba: Ekki leiðinlegt að sjá Man United tapa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paul Pogba, miðjumaður Juventus og fyrrum leikmaður Manchester United, var ekki ánægður á Old Trafford og þótt það ekki leiðinlegt að sjá félagið detta út úr Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.

„Auðvitað horfði ég á leikinn hjá Manchester United. Ég var samt ekki leiður að sjá þá detta úr leik," sagði Paul Pogba við blaðamenn eftir sigur Juventus á Celtic í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Manchester United var 1-0 yfir í leiknum sínum í fyrrakvöld og í fínum málum en missti þá mann af velli með rautt spjald og tapaði leiknum 1-2.

Pogba stakk af frá Manchester United og Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, hélt því fram að hann hafi verið búinn að semja við Juve á bak við tjöldin löngu áður.

Hinn 19 ára Pogba líður aftur á móti vel hjá Juve.

„Það er mikið sjálfstraust í liðinu og við munum reyna að vinna Meistaradeildina af því að þetta er Juve. Ég vil bara fá að spila og vinna. Þjálfarinn hefur trú á mér og ég er ánægðuir með að fá að spila," sagði Pogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×