Íslenski boltinn

Brynjar Björn genginn í raðir KR á nýjan leik

Brynjar í baráttu við Carlos Tevez.
Brynjar í baráttu við Carlos Tevez.
Brynjar Björn Gunnarsson fékk í dag félagaskipti yfir í KR og er því orðinn löglegur með félaginu. Brynjar kemur til félagsins frá Reading þar sem hann hefur verið síðan árið 2005.

Brynjar er uppalinn KR-ingur en hleypti heimdraganum árið 1998 er hann gekk í raðir norska félagsins Vålerenga.

Á löngum atvinnumannaferli hefur hann einnig leikið með Moss, Örgryte, Stoke, Nott. Forest og Watford.

Þessi fyrrum landsliðsmaður er orðinn 37 ára gamall. Til stóð að hann kæmi heim síðasta sumar en við það var hætt er Reading vildi framlengja við hann.

Brynjar Björn lék 74 A-landsleiki á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×