Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu 6. mars 2013 14:45 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. Á vef Samfylkingarinnar segir að með þessu sé hafið það ferli sem formaður Samfylkingarinnar hafi talað fyrir til að tryggja að þjóðarvilji um stjórnarskrárbreytingar verði virtur og því forðað að fyrirliggjandi frumvarp til stjórnskipunarlaga dagi uppi á þingi, eins og stefni í að óbreyttu. Samfylkingarmenn telja að með þessu yrði unnt að tryggja að efni þess frumvarps sem nú liggur fyrir verði áfram til meðferðar á nýju þingi og komist til endanlegrar ákvörðunar þjóðarinnar. Samfylkingin leggi jafnframt ríka áherslu á að fyrir þinglok verði afgreidd ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur. Unnið verður sérstaklega að því að tryggja þau ákvæði á næstu dögum. „Nú munum við einhenda okkur í að vinna þessum hugmyndum fylgi í þinginu og freista þess að fá tilstyrk allra flokka við að stjórnarskrárumbótum verði haldið áfram á næsta kjörtímabili. Við munum líka halda áfram viðræðum við aðra flokka um ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæði. Um þau efnisatriði ætti að vera hægt að ná víðtækri samstöðu innan þeirra tímamarka sem okkur eru sett, enda hafa þau verið rædd um árabil." segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar á vef Samfylkingarinnar. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. Á vef Samfylkingarinnar segir að með þessu sé hafið það ferli sem formaður Samfylkingarinnar hafi talað fyrir til að tryggja að þjóðarvilji um stjórnarskrárbreytingar verði virtur og því forðað að fyrirliggjandi frumvarp til stjórnskipunarlaga dagi uppi á þingi, eins og stefni í að óbreyttu. Samfylkingarmenn telja að með þessu yrði unnt að tryggja að efni þess frumvarps sem nú liggur fyrir verði áfram til meðferðar á nýju þingi og komist til endanlegrar ákvörðunar þjóðarinnar. Samfylkingin leggi jafnframt ríka áherslu á að fyrir þinglok verði afgreidd ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur. Unnið verður sérstaklega að því að tryggja þau ákvæði á næstu dögum. „Nú munum við einhenda okkur í að vinna þessum hugmyndum fylgi í þinginu og freista þess að fá tilstyrk allra flokka við að stjórnarskrárumbótum verði haldið áfram á næsta kjörtímabili. Við munum líka halda áfram viðræðum við aðra flokka um ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæði. Um þau efnisatriði ætti að vera hægt að ná víðtækri samstöðu innan þeirra tímamarka sem okkur eru sett, enda hafa þau verið rædd um árabil." segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar á vef Samfylkingarinnar.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira