Darri upp á spítala en Þórsarar unnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2013 21:09 Darri Hilmarsson. Mynd/Vilhelm Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81. David Jackson skoraði 30 stig fyrir Þórsliðið og Benjamin Smith var með 17 stig þar af 7 þeirra í fjórða leikhlutanum. Guðmundur Jónsson var stigahæstur íslensku leikmanna liðsins með 15 stig. Drew Gibson var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Tindastól og Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar voru með tveggja stiga forskot við lok hans, 20-18, eftir að David Jackson endaði leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu. Darri Hilmarsson meiddist í fyrsta leikhlutanum og er líklega viðbeinsbrotinn. Þórsarar voru áfram skrefinu á undan í öðrum leikhluta og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 39-36. Þórsliðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fljótlega tíu stigum yfir, 48-38 en Stólarnir minnkuðu þetta niður í þrjú stig, 59-56, fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar héldu áfram frumkvæðinu og voru fimm stigum yfir, 77-72, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Stólarnir unnu upp þann mun og komust einu stigi yfir, 80-79, þegar hálf mínúta var eftir í kjölfar þess að Þórsarinn David Jackson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. David Jackson bætti fyrir þetta þegar hann tók sóknafrákast og kom Þór aftur yfir, 81-80, þegar 14 sekúndur voru eftir. Grétar Erlendsson stal boltanum af Tindastólsmönnum í næstu sókn og Guðmundur Jónsson kom Þór í 83-80 með því að setja niður tvö víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson fékk þá tvö víti þegar sekúnda var eftir, nýtti það fyrra en ekki það síðara. Grétar náði frákastinu og sigur Þórs var í höfn.Þór Þ.-Tindastóll 83-81 (20-18, 19-18, 20-20, 24-25)Þór Þ.: David Bernard Jackson 30/5 fráköst, Benjamin Curtis Smith 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12/8 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3.Tindastóll: Drew Gibson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, George Valentine 13/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Tarick Johnson 11, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81. David Jackson skoraði 30 stig fyrir Þórsliðið og Benjamin Smith var með 17 stig þar af 7 þeirra í fjórða leikhlutanum. Guðmundur Jónsson var stigahæstur íslensku leikmanna liðsins með 15 stig. Drew Gibson var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Tindastól og Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar voru með tveggja stiga forskot við lok hans, 20-18, eftir að David Jackson endaði leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu. Darri Hilmarsson meiddist í fyrsta leikhlutanum og er líklega viðbeinsbrotinn. Þórsarar voru áfram skrefinu á undan í öðrum leikhluta og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 39-36. Þórsliðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fljótlega tíu stigum yfir, 48-38 en Stólarnir minnkuðu þetta niður í þrjú stig, 59-56, fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar héldu áfram frumkvæðinu og voru fimm stigum yfir, 77-72, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Stólarnir unnu upp þann mun og komust einu stigi yfir, 80-79, þegar hálf mínúta var eftir í kjölfar þess að Þórsarinn David Jackson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. David Jackson bætti fyrir þetta þegar hann tók sóknafrákast og kom Þór aftur yfir, 81-80, þegar 14 sekúndur voru eftir. Grétar Erlendsson stal boltanum af Tindastólsmönnum í næstu sókn og Guðmundur Jónsson kom Þór í 83-80 með því að setja niður tvö víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson fékk þá tvö víti þegar sekúnda var eftir, nýtti það fyrra en ekki það síðara. Grétar náði frákastinu og sigur Þórs var í höfn.Þór Þ.-Tindastóll 83-81 (20-18, 19-18, 20-20, 24-25)Þór Þ.: David Bernard Jackson 30/5 fráköst, Benjamin Curtis Smith 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12/8 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3.Tindastóll: Drew Gibson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, George Valentine 13/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Tarick Johnson 11, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira