Sport

HK-konur í lokaúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Auður Anna Jónsdóttir Aftureldingu að skora eitt af 18 stigum sínum í leiknum.
Auður Anna Jónsdóttir Aftureldingu að skora eitt af 18 stigum sínum í leiknum. Mynd/Hlynur Hólm Hauksson
HK tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum í Mikasadeild kvenna í blaki eftir 3-2 sigur á Aftureldingu í oddaleik í undanúrslitum en leikið var á Varmá í Mosfellsbæ.

HK-konur mæta Þrótti úr Neskaupstað í úrslitum Íslandsmótsins en úrslitin hefjast í byrjun apríl.

HK vann fyrstu hrinuna 25-17 en Afturelding þá næstu 25-21. HK vann þriðju hrinuna 25-22 en Mosfellskonur tryggðu sér oddahrinu með því að vinna fjórðu hrinuna 25-21. HK vann oddahrinuna 15-8.

Stigahæstar í liði HK voru Elsa Sæný Valgeirsdóttir með 24 stig og Fríða Sigurðardóttir með 14 stig. Í liði Aftureldingar var Auður Anna Jónsdóttir með 18 stig og Zaharina Filipova með 17 stig.

Um næstu helgi verður bikarhelgi blaksambandsins í Laugardalshöllinni þar sem leikið verður í undanúrslitum á laugadeginum og til úrslita á sunnudeginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×