Innlent

Gunnar vill samtals 10 milljónir frá Krosskonum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, vill milljónir í bætur.
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, vill milljónir í bætur.
Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður í Krossinum, krefst þess að talskonur Krosskvenna, Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal, greiði honum hvor um sig 5 milljónir króna í skaðabætur. Þá krefst hann þess að Vefpressan, útgefandi vefritsins Pressunnar greiði sér fimm milljónir vegna umfjöllunar um ásakana kvennana um kynferðisofbeldi. Lögreglan lét rannsókn á máli Gunnars niður falla svo ekki kom til ákæru.

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Gunnars, staðfesti við Vísi fyrir helgi að Gunnar krefði fyrrgreinda aðila um afsökunarbeiðni og skaðabætur vegna ummælanna. Þá vildi hann ekki gefa upp hversu há skaðabótakrafan á hendur konunum væri.

Ásakanir á hendur Gunnari náðu hámarki þegar Pressan skrifaði um þau seint á árinu 2010. Gunnar var forstöðumaður Krossins en lét af því starfi fljótlega eftir að málið kom upp. Lögreglan rannsakaði ásakanirnar á hendur Gunnari en lét málið svo niður falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×