Sport

Sigurður Már og Sara Rós Íslandsmeistarar í 10 dönsum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Rós og Sigurður Már.
Sara Rós og Sigurður Már.
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í 10 dönsum með frjálsri aðferð í Laugardalshöll en þar urðu þau Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir hlutskörpust.

Í 10 dönsum er keppt í fimm svokölluðum latín-dönsum og fimm standard-dönsum.

Pétur Fannar Gunnarsson og Helga Sigrún Hermannsdóttir urðu í öðru sæti og þau Ármann Hagalín Jónsson og Edda Dögg Pálsdóttir í því þriðja.

Keppt var í öllum aldursflokkum um helgina og má sjá úrslitin hér fyrir neðan:

Fullorðinsflokkur:

1. Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir

2. Pétur Fannar Gunnarsson og Helga Sigrún Hermannsdóttir

3. Ármann Hagalín Jónsson og Erna Dögg Pálsdóttir

Ungmennaflokkur (16-18 ára):

1. Pétur Fannar Gunnarsson og Helga Sigrún Hermannsdóttir

2. Brynjar Björnsson og Perla Steingrímsdóttir

3. Birkir Örn Karlsson og Perla Matthíasdótttir

Unglingaflokkur (14-15 ára):

1. Höskuldur Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir

2. Eyþór Andrason og Marta Carrasco

3. Bjarni Sævar Sveinsson og Alexia Mist Víðisdóttir

Unglingaflokkur I (12-13 ára):

1. Kristinn Þór Sigurðsson og Rakel Heiðarsdóttir

2. Rúnar Bjarnason og Katrín María Magnúsdóttir

3. Rúnar Andri Gunnarsson og Stefanía Stella Baldursdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×