Innlent

Endurupptaka gamalla dómsmála ekki lengur í höndum Hæstaréttar

Ákvörðun um endurupptöku máls sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verður framvegis í höndum þriggja manna nefndar í stað dómara Hæstaréttar samkvæmt lagabreytingu sem nýlega var samþykkt. Fimm mál hafa verið samþykkt til endurupptöku af 65 málum frá aldamótum.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála tók Hæstiréttur ákvörðun um hvort mál yrði endurupptekið, hafi málið verið dæmt í réttinum.

Frá 2000-2012 hafa Hæstarétti borist 65 beiðnir um endurupptöku. Fimm mál hafa verið samþykkt, fimm verið afturkölluð og restinni synjað.

Frægast er endurupptökumál Sævars Ciesielskis, heitins árið 1997. Sævar var dæmdur í 17 ára fangelsi árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni Einarssonum að bana árið 1974. Fimm aðrir fengu einnig dóma í þessu máli. Sævar hélt ávallt fram sakleysi sínu þegar réttarhöld yfir honum hófust og barðist fyrir því að mál hans yrði tekið uppp en endurupptökubeiðni hans var synjað.

En nú hefur orðið breyting á. Samkvæmt lagafrumvarpi sem nýlega var samþykkt er það ekki Hæstiréttur sem ákveður hvort mál séu endurupptekin heldur er sú ákvörðun í höndum þriggja manna endurupptökunefndar hvort sem er í héraði eða Hæstarétti. Einn aðalmaður skal tilnefndur af Hæstarétti, annar af dómstólaráði og Alþingi kýs þann þriðja. Álfheiður Ingadóttir, flutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið vera að fjallað sé á hlutlausan hátt um endurupptökubeiðnir.

„Það er ekki hægt að tryggja hlutleysi þegar hlutaðeigandi dómarar sem þegar hafa fjallað um málið. Þannig að þetta er fyrst og fremst réttarbót að því leyti," segir Álfheiður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×