Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Stjarnan 71-104 | Fjölnir fallið Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2013 18:45 Stjarnan gjörsamlega gekk frá Fjölni, 104-71, í Grafarvoginum í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var lokaumferðin og því eru Fjölnismenn fallnir í 1. deild. Það var aðeins eitt lið á vellinum í fyrsta leikhluta og það voru gestirnir frá Garðabæ en þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 27-9 fyrir Stjörnunni. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki á svæðinu og ekkert gekk upp hjá heimamönnum. Það leit allt út fyrir að Stjarnan myndi gjörsamlega rúlla yfir Fjölni í upphafi leiks. Staðan var 35-14 eftir fyrsta leikhlutann, gríðarlegir yfirburðir hjá Stjörnunni. Í öðrum leikhluta þá versnuðu hlutirnir aðeins fyrir Fjölni og munurinn jókst töluvert með tímanum. Stjarnan setti á svið bæði troðslu- og þriggja stiga sýningu og allt fór ofan í. Í hálfleik var staðan 65-32. Fjölnismenn voru betri í þriðja leikhlutanum og mun ákveðnari. Ungu strákarnir í liðinu börðust mikið og voru félaginu sínu til sóma. Stjarnan hélt áfram í sama mun og fór í raun þriðji leikhluti 18-18. Staðan var 83-50 fyrir loka leikhlutann. Leikurinn hélt áfram að þróast á svipaðan hátt og Stjarnan vann að lokum gríðarlega öruggan sigur á Fjölni 104-71. Hjalti: Féllum ekkert á þessum leik í kvöld„Auðvitað er ömurlegt að falla en við verðum bara að kyngja því og koma ákveðnir til leiks á næsta tímabili," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið í kvöld. „Við erum ekkert að falla á þessum leik í kvöld, við féllum í raun þegar við töpuðum fyrir Skallagrími og Tindastól." „Fyrir leikinn í kvöld áttum við séns og menn ætluðu svo sannarlega að leggja sig fram og það gerðu mínir menn." „Það sem verður okkur að falli í vetur eru allskonar vandræði. Við finnum aldrei okkar rétta leikskipulag þar sem kanavandræði okkar eru mikil. Meiðsli spila einnig inn í þetta hjá okkur og vorum við virkilega óheppnir þar einnig." „Við erum með gríðarlega efnilegan hóp og flotta stráka en það sem er mikilvægast núna er að halda í þessa stráka og byggja á þeim." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Teitur: Höfum æft frá því í júní fyrir úrslitakeppnina„Ég var gríðarlega ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þennan leik," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Ég var nokkuð hræddur um að þetta yrði erfitt og við urðum að mæta alveg 100% í leikinn. Fyrir þá var þetta algjör úrslitaleikur og einn sigur fyrir Fjölni hefði líklega reddað tímabilinu, því urðum við að vera klárir frá fyrstu mínútu." „Við spiluðum alveg frábæran liðskörfubolta í fyrri hálfleiknum og skotnýting okkar var í raun með ólíkindum, það fór allt ofan í." „Það er alltaf skrítið að vinna leik og finna á sama tíma með Fjölnismönnum, en þeir lentu í miklum vandræðum í vetur og ég er viss um að Fjölnir hefði haldið sér uppi ef aðstæður hefðu verið eðlilegar." „Úrslitakeppnin er hlutur sem við erum búnir að æfa fyrir síðan í júní í fyrra. Við erum með gott sjálfstraust og alveg klárir í slaginn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Fjölnir-Stjarnan 71-107 (14-35, 18-30, 18-18, 18-24)Fjölnir: Christopher Smith 20/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 13/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6/5 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 5, Isacc Deshon Miles 5, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Leifur Arason 2.Stjarnan: Brian Mills 24/14 fráköst/3 varin skot, Justin Shouse 24/10 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16, Sæmundur Valdimarsson 11, Dagur Kár Jónsson 11, Kjartan Atli Kjartansson 9, Jarrid Frye 5/11 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 0/4 fráköst. Bein lýsing frá leiknum má lesa hér að neðan:Leik lokið: Leiknum lauk 104-71. Fjölnir fellur í 1. deild.4. leikhluti: Tvær mínútur eftir og staðan er 99-64 fyrir Stjörnunni. Þetta er fyrir löngu búið en formsatriði að klára leikinn.4. leikhluti: Fjórðunginn er hálfnaður og ekkert hefur breyst. Staðan er 91-58 fyrir Stjörnunni. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er að gefa ungum strákum tækifærið hér undir lokin en munurinn helst sá sami. Þeir eru að standa fyrir sínu og fá mikla reynslu.3. leikhluti: Þriðji leikhlutinn fer 18-18 og það er það jákvæða fyrir Fjölnismenn. Munurinn er enn 33 stig og leikurinn löngu búinn. Staðan er 83-50.3. leikhluti: Fjölnismenn aðeins að bíta frá sér og hafa minnkað muninn niður í 28 stig, 73-45.3. leikhluti: Munurinn helst sá sami til að byrja með í síðari hálfleiknum en Fjölnismenn virka samt sem áður örlítið ákveðnari. Staðan er 71-38.2. leikhluti: Jæja þá er komin hálfleikur og staðan er 65-32 fyrir Stjörnunni. Fjölnir þarf nokkur kraftaverk til að komast aftur inn í þennan leik.2. leikhluti: Nú hafa Stjörnumenn sett á svið þriggja stiga sýningu og það fer gjörsamlega allt ofan í . Staðan er 60-30 og leikurinn er bara einfaldlega búinn. Allt of mikill getumunur á þessum liðum.2. leikhluti: Stjarnan heldur aðeins áfram að auka við forskot sitt og er munurinn orðin 24 stig, 47-23.2. leikhluti: Fjölnismenn eru ekki komnir mikið í takt við leikinn og munar tuttugu stigum á liðunum núna. 38-18. Stjörnumenn leika sér að því að troða yfir þá gulklæddu og eru að spila virkilega vel.1. leikhluti: Þetta verður langt kvöld fyrir Grafarvogsmenn ef þetta heldur svona áfram. Stðan er orðin 22-9 og þeir taka leikhlé. Það gengur allt upp sóknarlega hjá Stjörnunni og Fjölnismenn spila litla vörn gegn þeim.1. leikhluti: Staðan er 35-14 eftir fyrsta leikhluta. Ótrúlegir yfirburðir hjá Stjörnunni.1. leikhluti: Gestirnir halda áfram að auka við forskot sitt og staðan orðin 16-4. Aðeins fjórar mínútur liðnar.1. leikhluti: Stjörnumenn byrja leikinn betur og leiða 9-4.Fyrir leik: Leikmenn að hita upp hér í Grafarvoginum. Mikið undir fyrir Fjölnismenn en þeir berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira
Stjarnan gjörsamlega gekk frá Fjölni, 104-71, í Grafarvoginum í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var lokaumferðin og því eru Fjölnismenn fallnir í 1. deild. Það var aðeins eitt lið á vellinum í fyrsta leikhluta og það voru gestirnir frá Garðabæ en þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 27-9 fyrir Stjörnunni. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki á svæðinu og ekkert gekk upp hjá heimamönnum. Það leit allt út fyrir að Stjarnan myndi gjörsamlega rúlla yfir Fjölni í upphafi leiks. Staðan var 35-14 eftir fyrsta leikhlutann, gríðarlegir yfirburðir hjá Stjörnunni. Í öðrum leikhluta þá versnuðu hlutirnir aðeins fyrir Fjölni og munurinn jókst töluvert með tímanum. Stjarnan setti á svið bæði troðslu- og þriggja stiga sýningu og allt fór ofan í. Í hálfleik var staðan 65-32. Fjölnismenn voru betri í þriðja leikhlutanum og mun ákveðnari. Ungu strákarnir í liðinu börðust mikið og voru félaginu sínu til sóma. Stjarnan hélt áfram í sama mun og fór í raun þriðji leikhluti 18-18. Staðan var 83-50 fyrir loka leikhlutann. Leikurinn hélt áfram að þróast á svipaðan hátt og Stjarnan vann að lokum gríðarlega öruggan sigur á Fjölni 104-71. Hjalti: Féllum ekkert á þessum leik í kvöld„Auðvitað er ömurlegt að falla en við verðum bara að kyngja því og koma ákveðnir til leiks á næsta tímabili," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið í kvöld. „Við erum ekkert að falla á þessum leik í kvöld, við féllum í raun þegar við töpuðum fyrir Skallagrími og Tindastól." „Fyrir leikinn í kvöld áttum við séns og menn ætluðu svo sannarlega að leggja sig fram og það gerðu mínir menn." „Það sem verður okkur að falli í vetur eru allskonar vandræði. Við finnum aldrei okkar rétta leikskipulag þar sem kanavandræði okkar eru mikil. Meiðsli spila einnig inn í þetta hjá okkur og vorum við virkilega óheppnir þar einnig." „Við erum með gríðarlega efnilegan hóp og flotta stráka en það sem er mikilvægast núna er að halda í þessa stráka og byggja á þeim." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Teitur: Höfum æft frá því í júní fyrir úrslitakeppnina„Ég var gríðarlega ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þennan leik," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Ég var nokkuð hræddur um að þetta yrði erfitt og við urðum að mæta alveg 100% í leikinn. Fyrir þá var þetta algjör úrslitaleikur og einn sigur fyrir Fjölni hefði líklega reddað tímabilinu, því urðum við að vera klárir frá fyrstu mínútu." „Við spiluðum alveg frábæran liðskörfubolta í fyrri hálfleiknum og skotnýting okkar var í raun með ólíkindum, það fór allt ofan í." „Það er alltaf skrítið að vinna leik og finna á sama tíma með Fjölnismönnum, en þeir lentu í miklum vandræðum í vetur og ég er viss um að Fjölnir hefði haldið sér uppi ef aðstæður hefðu verið eðlilegar." „Úrslitakeppnin er hlutur sem við erum búnir að æfa fyrir síðan í júní í fyrra. Við erum með gott sjálfstraust og alveg klárir í slaginn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Fjölnir-Stjarnan 71-107 (14-35, 18-30, 18-18, 18-24)Fjölnir: Christopher Smith 20/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 13/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6/5 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 5, Isacc Deshon Miles 5, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Leifur Arason 2.Stjarnan: Brian Mills 24/14 fráköst/3 varin skot, Justin Shouse 24/10 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16, Sæmundur Valdimarsson 11, Dagur Kár Jónsson 11, Kjartan Atli Kjartansson 9, Jarrid Frye 5/11 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 0/4 fráköst. Bein lýsing frá leiknum má lesa hér að neðan:Leik lokið: Leiknum lauk 104-71. Fjölnir fellur í 1. deild.4. leikhluti: Tvær mínútur eftir og staðan er 99-64 fyrir Stjörnunni. Þetta er fyrir löngu búið en formsatriði að klára leikinn.4. leikhluti: Fjórðunginn er hálfnaður og ekkert hefur breyst. Staðan er 91-58 fyrir Stjörnunni. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er að gefa ungum strákum tækifærið hér undir lokin en munurinn helst sá sami. Þeir eru að standa fyrir sínu og fá mikla reynslu.3. leikhluti: Þriðji leikhlutinn fer 18-18 og það er það jákvæða fyrir Fjölnismenn. Munurinn er enn 33 stig og leikurinn löngu búinn. Staðan er 83-50.3. leikhluti: Fjölnismenn aðeins að bíta frá sér og hafa minnkað muninn niður í 28 stig, 73-45.3. leikhluti: Munurinn helst sá sami til að byrja með í síðari hálfleiknum en Fjölnismenn virka samt sem áður örlítið ákveðnari. Staðan er 71-38.2. leikhluti: Jæja þá er komin hálfleikur og staðan er 65-32 fyrir Stjörnunni. Fjölnir þarf nokkur kraftaverk til að komast aftur inn í þennan leik.2. leikhluti: Nú hafa Stjörnumenn sett á svið þriggja stiga sýningu og það fer gjörsamlega allt ofan í . Staðan er 60-30 og leikurinn er bara einfaldlega búinn. Allt of mikill getumunur á þessum liðum.2. leikhluti: Stjarnan heldur aðeins áfram að auka við forskot sitt og er munurinn orðin 24 stig, 47-23.2. leikhluti: Fjölnismenn eru ekki komnir mikið í takt við leikinn og munar tuttugu stigum á liðunum núna. 38-18. Stjörnumenn leika sér að því að troða yfir þá gulklæddu og eru að spila virkilega vel.1. leikhluti: Þetta verður langt kvöld fyrir Grafarvogsmenn ef þetta heldur svona áfram. Stðan er orðin 22-9 og þeir taka leikhlé. Það gengur allt upp sóknarlega hjá Stjörnunni og Fjölnismenn spila litla vörn gegn þeim.1. leikhluti: Staðan er 35-14 eftir fyrsta leikhluta. Ótrúlegir yfirburðir hjá Stjörnunni.1. leikhluti: Gestirnir halda áfram að auka við forskot sitt og staðan orðin 16-4. Aðeins fjórar mínútur liðnar.1. leikhluti: Stjörnumenn byrja leikinn betur og leiða 9-4.Fyrir leik: Leikmenn að hita upp hér í Grafarvoginum. Mikið undir fyrir Fjölnismenn en þeir berjast fyrir sæti sínu í deildinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira