Svona spilaðist körfuboltinn í kvöld - Grindavík deildarmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2013 18:30 Mynd/Daníel Grindvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð þegar 21. og næstsíðasta umferð Domnos-deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld. Vísir fylgdist með gangi mála í leikjunum sex en Stjarnan, KR, Njarðvík, Þór og ÍR unnu líka sína leiki í kvöld. Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og náðu ennfremur tvennunni á móti nágrönnum sínum í Keflavík með því að vinna 100-94 sigur á erkifjendunum í Ljónagryfjunni. Hið unga lið Njarðvíkur á því enn möguleika á því að taka fimmta sætið af Keflavík. Stjörnumenn urðu fyrstir til að halda Damier Erik Pitts undir 30 stigum síðan í nóvember þegar þeir unnu sannfærandi sigur á KFÍ í Ásgarði en Stjarnan hefur nú unnið fimm leiki í röð síðan að félagið tryggði sér bikarmeistaratitilinn á dögunum. Stjörnumenn eru líka öryggir með fjórða sætið og heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Þórsarar stigu stórt skref í átt að því að tryggja sér annað sætið með 95-92 sigur í spennuleik á móti Snæfelli. Snæfell hefði tryggt sér annað sætið með sigri en Þórsarar með Guðmund Jónsson í fararbroddi lönduðu karaktersigri.Stigaskor leikmanna í leikjum kvöldsins:Stjarnan-KFÍ 97-82 (26-25, 26-21, 27-21, 18-15)Stjarnan: Jarrid Frye 20/11 fráköst/7 stoðsendingar, Justin Shouse 18/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 14/7 fráköst, Brian Mills 13/5 fráköst/3 varin skot, Fannar Freyr Helgason 13/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 8, Dagur Kár Jónsson 7, Kjartan Atli Kjartansson 2, Daði Lár Jónsson 2.KFÍ: Tyrone Lorenzo Bradshaw 25/16 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 20/11 fráköst, Damier Erik Pitts 18/6 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 15/8 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 4/6 stolnir.Grindavík-Fjölnir 97-82 (25-17, 23-21, 20-23, 29-21)Grindavík: Samuel Zeglinski 26, Aaron Broussard 25/14 fráköst/5 stolnir, Jóhann Árni Ólafsson 15/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Ryan Pettinella 4/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2.Fjölnir: Isacc Deshon Miles 20/6 fráköst, Christopher Smith 19/17 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 16/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7, Gunnar Ólafsson 6.ÍR-Tindastóll 80-72 (19-19, 25-19, 16-23, 20-11)ÍR: Eric James Palm 17/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 15, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Nemanja Sovic 13/9 fráköst, Ellert Arnarson 8, D'Andre Jordan Williams 8/4 fráköst, Þorvaldur Hauksson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2.Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 15/5 fráköst, Tarick Johnson 13/4 fráköst, Drew Gibson 12/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 8, Helgi Freyr Margeirsson 8, Svavar Atli Birgisson 8, Pétur Rúnar Birgisson 4, George Valentine 4/10 fráköst.Njarðvík-Keflavík 100-94 (25-20, 24-25, 34-31, 17-18)Njarðvík: Nigel Moore 26/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 25/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 19, Marcus Van 15/22 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Óli Ragnar Alexandersson 1.Keflavík: Darrel Keith Lewis 30, Michael Craion 23/17 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Billy Baptist 19/13 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ragnar Gerald Albertsson 5, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Þór Þ.-Snæfell 95-92 (18-22, 27-19, 22-29, 28-22)Þór Þ.: Guðmundur Jónsson 28/7 fráköst, Benjamin Curtis Smith 24/8 fráköst/8 stoðsendingar, David Bernard Jackson 19/4 fráköst, Darrell Flake 10/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Emil Karel Einarsson 2.Snæfell: Ryan Amaroso 28/21 fráköst, Jay Threatt 22/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 8, Stefán Karel Torfason 2, Ólafur Torfason 1.KR-Skallagrímur 98-78 (21-26, 25-23, 28-16, 24-13)KR: Finnur Atli Magnusson 23/5 fráköst, Martin Hermannsson 22/6 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 18/12 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13/9 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4, Darshawn McClellan 2.Skallagrímur: Carlos Medlock 35/5 fráköst/6 stoðsendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 19, Páll Axel Vilbergsson 18/7 fráköst, Orri Jónsson 3, Sigmar Egilsson 2, Trausti Eiríksson 1/7 fráköst.Textalýsing frá leikjum kvöldsins:Leik lokið: KR-Skallagrímur 98-78: KR-ingar hristu af sér slæman fyrri hálfleik og unnu sannfærandi sigur á Borgnesingum. KR er samt enn í 7. sætinu þar sem Njarðvík vann Keflavík í kvöld. KR-ingar komast upp fyrir Njarðvík jafni þeir þá að stigum í lokaumferðinni. Finnur Atli Magnússon skoraði 23 stig fyrir KR í kvöld og Martin Hermannsson var með 22 stig. Carlos Medlock skoraði 35 stig fyrir Skallagrím.Leik lokið, Þór-Snæfell 95-92: Þórsarar eru komnir aftur upp í annað sætið eftir þriggja stiga sigur á Snæfelli en síðustu sekúndur leiksins voru lengi að líða þar sem Hólmarar sendu heimamenn ítrekað á vítalínuna. Liðin eru jöfn að stigum en Þórsarar eru með betri stöðu í innbyrðisviðureignum. Guðmundur Jónsson var frábær í liði Þórs með 28 stig en Ryan Amaroso var með 28 stig og 21 fráköst hjá Snæfelli.Leik lokið, Njarðvík-Keflavík 100-94: Njarðvíkingar fagna sínum sjötta sigri í röð og eru núna aðeins tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum og með betri innbyrðisstöðu. Njarðvík vann báða deildarleiki sína á móti Keflavík í vetur. Nigel Moore skoraði 26 stig fyrir Njarðvík, Elvar Friðriksson var með 25 stig og Marcus Van skoraði 15 stig og tók 22 fráköst. Darrel Lewis skoraði mest fyrir Keflavík eða 30 stig.Leik lokið, ÍR-Tindastóll 80-72: ÍR-ingar áttu frábæran endasprett í leiknum og tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur. Þeir unnu síðustu 4:46 mínútur leiksins 14-3 og fögnuðu átta stiga sigri. Tindastóll vann fyrri leikinn með sex stigum og ÍR-ingar eru því með betri stöðu út úr innbyrðisleikjum liðanna.Leik lokið, Grindavík-Fjölnir 97-82: Grindvíkingar eru deildarmeistarar annað árið í röð eftir fimmtán stiga sigur á Fjölni. Grindavík vann síðustu þrjár mínútur leiksins 12-1.Njarðvík-Keflavík 90-88: Keflvíkingar eru búnir að minnka muninn í tvö stig og síðustu mínúturnar verða æsispennandi.Þór-Snæfell 88-81: Þórsarar skora sex stig í röð og eru sjö stigum yfir þegar aðeins 80 sekúndur eru eftir af leiknum.Leik lokið, Stjarnan-KFÍ 97-82: Stjörnumenn eru fyrstir til að landa sigri í kvöld og hafa nú unnið fimm deildarleiki í röð síðan að þeir urðu bikarmeistarar. KFÍ skoraði 11 fyrstu stigin í leiknum en Stjörnumenn settu þá í gírinn og sigurinn var ekki í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Damier Pitts skoraði "bara" 18 stig fyrir KFÍ í kvöld (hitti úr 5 af 27 skotum) en hann var búinn að brjóta 30 stiga múrinn í þrettán leikjum í röð. KFÍ er búið að tapa sjö leikjum í röð.KR-Skallagrímur 74-65 eftir 3. leikhluta: KR-ingar unnu þriðja leikhlutann 28-16 og tóku völdin í leiknum. Þeir eru níu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.Þór-Snæfell 80-77: Þórsarar eru þremur stigum yfir þegar fjórði leikhlutinn er hálfnaður en nú er að sjá hvort þeir haldi út á móti Snæfellsliðinu. Spennandi lokamínútur framundan.Njarðvík-Keflavík 83-76 eftir 3. leikhluta: Njarðvíkingar með Elvar Friðriksson (23 stig) í fararbroddi eru með ágæt tök á leiknum og sjö stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.KR-Skallagrímur 63-60: KR-ingar unnu fyrstu sjö mínútur þriðja leikhlutans 17-11 og eru komnir yfir í leiknum.ÍR-Tindastóll 60-61 eftir 3. leikhluta: Stólarnir eru einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingurinn Eric Palm skoraði síðustu tvö stig 3. leikhlutans af vítalínunni.Grindavík-Fjölnir 68-61 eftir 3. leikhluta: Fjölnismenn minnkuðu muninn niður í tvö stig en Grindvíkingar eru komnir með sjö stiga forskot. Aaron Broussard skoraði 8 af 17 stigum sínum í 3. leikhlutanum sem fór 20-23 fyrir Fjölni.Þór-Snæfell 67-70 eftir 3. leikhluta: Snæfellingar vinna þriðja leikhlutann 29-22 og eru þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Ryan Amaroso er kominn með 18 stig og 14 fráköst.Stjarnan-KFÍ 79-67 eftir 3. leikhluta: Stjörnumenn eru með leikinn í öruggum höndum eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 27-21. Stjörnumaðurinn Jarrid Frye er kominn með 20 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.Þór-Snæfell 62-59: Guðmundur Jónsson setur niður þrist og kemur Þór aftur yfir eftir 9-0 sprett heimamanna. Guðmundur er kominn með 19 stig í þessum leik.Grindavík-Fjölnir 54-52: Fjölnismenn vinna fyrstu fjórar mínútur seinni hálfleiksins 14-6 og munurinn er bara tvö stig.ÍR-Tindastóll 49-48: Stólarnir byrja seinni hálfleikinn vel og eru komnir aftur inn í leikinn. Helgi Rafn Viggósson er búinn að skora fimm stig á upphafsmínútum seinni hálfleiksins.Þór-Snæfell 53-55: Snæfellingar eru búnir að komast yfir á ný en það stefnir í mikinn spennuleik í Þorlákshöfninni í kvöld.Hálfleikur, Njarðvík-Keflavík 49-45: Njarðvíkingar voru 15 stigum yfir, 49-35, þegar tæpar þrjár mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingar enduðu hálfleikinn á 10-0 spretti og því munar bara fjórum stigum á liðunum.Hálfleikur, KR-Skallagrímur 46-49: Borgnesingar halda frumkvæðinu í Vesturbænum og eru þremur stigum yfir í hálfleik. Carlos Medlock hefur verið óstöðandi í fyrri hálfleiknum en hann er þegar kominn með 22 stig. Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 12 stig en hjá KR er hinn stórefnilegi Kristófer Acox með 12 stig og 6 fráköst.Hálfleikur, Grindavík-Fjölnir 48-38: Það stefnir allt í að deildarmeistarabikarinn fari á loft í Grindavík í kvöld en heimamenn eru með tíu stiga forskot í hálfleik. Samuel Zeglinski skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og það dugði ekki Fjölni aðp Chris Smith var með 13 stig og 10 fráköst í fyrri hálfleiknum.Hálfleikur, ÍR-Tindastóll 44-38: ÍR-ingar unnu annan leikhluta 25-19 og eru með sex stiga forystu í hálfeik. Nemanja Sovic skoraði 11 stig fyrir ÍR í fyrri hálfleiknum.Hálfleikur, Stjarnan-KFÍ 52-46: Stjörnumenn eru sex stigum yfir í hálfleik en þeim hefur tekist að halda Damier Pitts í fimm stigum í fyrri hálfleik. Pitts hefur aðeins sett niður 2 af 14 skotum sínum.Hálfleikur, Þór-Snæfell 45-41: Þórsarar með fjögurra stiga forskot í hálfleik. Guðmundur Jónsson er stigahæstur hjá Þór með 11 stig en Jón Ólafur Jónsson er með 9 stig fyrir Snæfell.Njarðvík-Keflavík 33-25: Njarðvíkingar eru aftur búnir að finna taktinn og komnir átta stigum yfir. Elvar Friðriksson (11 stig) og Ólafur Helgi Jónsson (10 stig) eru að spila vel.Stjarnan-KFÍ 48-38: Stjörnumenn eru búnir að taka öll völd í Garðbænum og Fannar Freyr Helgason er að fara á kostum. Fyrirliðinn er kominn með 13 stig á 14 mínútum.Grindavík-Fjölnir 36-26: Grindvíkingar eru í góðum málum og nú komnir með tíu stiga forskot í Röstinni.ÍR-Tindastóll 34-26: ÍR-ingar vinna fyrstu fimm mínútur annars leikhlutans 15-7 og eru komnir átta stigum yfir.Þór-Snæfell 30-24: Þórsarar eru búnir að snúa leiknum sér í vil og komnir sex stigum yfir þegar fjórar mínútur eru búnar af öðrum leikhluta.Njarðvík-Keflavík 25-20 eftir 1. leikhluta: Njarðvíkingar komust mest níu stigum yfir í leikhlutanum en Keflvíkingar skoruðu með sjö stigum í röð. Það munar fimm stigum á liðunum eftir fyrsta leikhlutann.KR-Skallagrímur 21-26 eftir 1. leikhluta: Carlos Medlock hefur farið á kostum hjá Skallagrími og Borgnesingar eru fimm stigum yfir í Vesturbænum. Medlock er kominn með 10 stig.Stjarnan-KFÍ 26-25 eftir 1. leikhluta: Stjörnumenn skoruðu átta síðustu stig leikhlutans og eru komnir yfir. Jovan Zdravevski er kominn með átta stig.ÍR-Tindastóll 19-19 eftir 1. leikhluta: Það er mikil spenna í Seljaskólanum og allt jafnt eftir tíu mínútna leik.Grindavík-Fjölnir 25-17 eftir 1. leikhluta: Fjölnismenn náðu að laga stöðuna eftir erfiða byrjun en Grindvíkingar eru aftur komnir 8 stigum yfir.Þór-Snæfell 18-22 eftir 1. leikhluta: Snæfellingar hafa fjögurra stiga forskot eftir fyrstu tíu mínúturnar. Sigurður Þorvaldsson kominn með 8 stig fyrir Snæfell.Njarðvík-Keflavík 12-10: Njarðvíkingar koma strax til baka og Elvar Friðriksson kemur þeim yfir með laglegum þristi.Þór-Snæfell 18-18: Snæfellingar komust í 12-5 en Þórsarar hafa jafnað með góðum spretti. Guðmundur Jónsson er kominn með 7 stig fyrir heimamenn.KR-Skallagrímur 4-11: Borgnesingar ætli ekki að gefa neitt eftir og eru komnir með sjö stiga forskot eftir aðeins rúmlega fjögurra mínútna leik.Njarðvík-Keflavík 2-8: Keflvíkingar byrja betur í Ljónagryfjunni og ná strax sex stiga forskoti.Stjarnan-KFÍ 0-11: Garðbæingar eru sofandi í upphafi leiks og KFÍ kemst í 11-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik.Grindavík-Fjölnir 8-0: Grindvíkingar byrja vel og skora átta fyrstu stigin á móti Fjölni en Samuel Zeglinski skorar sjö þeirra.Þór-Snæfell 5-9: Liðin skiptast á að skora í upphafi leiks í Þorlákshöfn en Snæfell er 9-5 yfir eftir góðar körfur frá Jóni Ólafi Jónssyni og Sigurði Þorvaldssyni.Fyrir leikina: Damier Erik Pitts, bandaríski leikstjórnandinn í liði KFÍ, hefur skorað 30 stig eða meira í þrettán leikjum í röð en nú er að sjá hvort Stjörnumönnum tekst að hægja á honum í Ásgarði í kvöld.Fyrir leikina: Þór tekur á móti Snæfelli í Þorlákshöfn en þarna mætast liðin í 2. og 3. sæti sem eiga bæði enn smá möguleika á því að vinna deildarmeistaratitilinn en berjast aðallega fyrir því að tryggja sér annað sætið og heimavallarrétt fram í undanúrslitin.Fyrir leikina: ÍR berst fyrir lífi sínu í deildinni þegar liðið fær Bárð Eyþórsson og lærisveina hans í Tindastól í heimsókn í Seljaskólann í kvöld. Stólarnir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Það er hægt að fylgjast nánar með þeim leik með því að smella hér.Fyrir leikina: Grindavík fær deildarmeistaratitilinn afhentan í kvöld vinni þeir Fjölni á heimavelli í kvöld. Grindavíkurliðið vann fyrri leikinn 122-85 og er því afar sigurstranglegt í þessum leik.Fyrir leikina: Njarðvíkingar hafa unnið fimm leiki í röð en í kvöld koma erkifjendurnir úr Keflavík í heimsókn. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn í spennuleik í Keflavík og gestirnir eiga því harma að hefna í Ljónagryfjunni í kvöld.Fyrir leikina: Karfan.is tók saman í hvaða sætum liðin tólf geta enn endað en lokaumferð deildarinnar fer síðan fram á sunnudagskvöldið.Sæti í boði fyrir liðin tólf: Grindavík 1., 2. eða 3. Snæfell 1., 2., 3. eða 4. Þór Þ 1., 2., 3., 4. eða 5. Stjarnan 3., 4., 5. eða 6. Keflavík 2., 3., 4., 5. og 6. Njarðvík 4., 5., 6. eða 7. KR 6. eða 7. Skallagrímur 8. eða 9. Tindastóll 8., 9., 10., 11. eða 12. Fjölnir 9., 10., 11. eða 12. ÍR 8., 9., 10., 11. eða 12. KFÍ 8., 9., 10., 11. eða 12. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Grindvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð þegar 21. og næstsíðasta umferð Domnos-deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld. Vísir fylgdist með gangi mála í leikjunum sex en Stjarnan, KR, Njarðvík, Þór og ÍR unnu líka sína leiki í kvöld. Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og náðu ennfremur tvennunni á móti nágrönnum sínum í Keflavík með því að vinna 100-94 sigur á erkifjendunum í Ljónagryfjunni. Hið unga lið Njarðvíkur á því enn möguleika á því að taka fimmta sætið af Keflavík. Stjörnumenn urðu fyrstir til að halda Damier Erik Pitts undir 30 stigum síðan í nóvember þegar þeir unnu sannfærandi sigur á KFÍ í Ásgarði en Stjarnan hefur nú unnið fimm leiki í röð síðan að félagið tryggði sér bikarmeistaratitilinn á dögunum. Stjörnumenn eru líka öryggir með fjórða sætið og heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Þórsarar stigu stórt skref í átt að því að tryggja sér annað sætið með 95-92 sigur í spennuleik á móti Snæfelli. Snæfell hefði tryggt sér annað sætið með sigri en Þórsarar með Guðmund Jónsson í fararbroddi lönduðu karaktersigri.Stigaskor leikmanna í leikjum kvöldsins:Stjarnan-KFÍ 97-82 (26-25, 26-21, 27-21, 18-15)Stjarnan: Jarrid Frye 20/11 fráköst/7 stoðsendingar, Justin Shouse 18/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 14/7 fráköst, Brian Mills 13/5 fráköst/3 varin skot, Fannar Freyr Helgason 13/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 8, Dagur Kár Jónsson 7, Kjartan Atli Kjartansson 2, Daði Lár Jónsson 2.KFÍ: Tyrone Lorenzo Bradshaw 25/16 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 20/11 fráköst, Damier Erik Pitts 18/6 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 15/8 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 4/6 stolnir.Grindavík-Fjölnir 97-82 (25-17, 23-21, 20-23, 29-21)Grindavík: Samuel Zeglinski 26, Aaron Broussard 25/14 fráköst/5 stolnir, Jóhann Árni Ólafsson 15/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Ryan Pettinella 4/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2.Fjölnir: Isacc Deshon Miles 20/6 fráköst, Christopher Smith 19/17 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 16/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7, Gunnar Ólafsson 6.ÍR-Tindastóll 80-72 (19-19, 25-19, 16-23, 20-11)ÍR: Eric James Palm 17/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 15, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Nemanja Sovic 13/9 fráköst, Ellert Arnarson 8, D'Andre Jordan Williams 8/4 fráköst, Þorvaldur Hauksson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2.Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 15/5 fráköst, Tarick Johnson 13/4 fráköst, Drew Gibson 12/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 8, Helgi Freyr Margeirsson 8, Svavar Atli Birgisson 8, Pétur Rúnar Birgisson 4, George Valentine 4/10 fráköst.Njarðvík-Keflavík 100-94 (25-20, 24-25, 34-31, 17-18)Njarðvík: Nigel Moore 26/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 25/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 19, Marcus Van 15/22 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Óli Ragnar Alexandersson 1.Keflavík: Darrel Keith Lewis 30, Michael Craion 23/17 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Billy Baptist 19/13 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ragnar Gerald Albertsson 5, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Þór Þ.-Snæfell 95-92 (18-22, 27-19, 22-29, 28-22)Þór Þ.: Guðmundur Jónsson 28/7 fráköst, Benjamin Curtis Smith 24/8 fráköst/8 stoðsendingar, David Bernard Jackson 19/4 fráköst, Darrell Flake 10/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Emil Karel Einarsson 2.Snæfell: Ryan Amaroso 28/21 fráköst, Jay Threatt 22/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 8, Stefán Karel Torfason 2, Ólafur Torfason 1.KR-Skallagrímur 98-78 (21-26, 25-23, 28-16, 24-13)KR: Finnur Atli Magnusson 23/5 fráköst, Martin Hermannsson 22/6 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 18/12 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13/9 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4, Darshawn McClellan 2.Skallagrímur: Carlos Medlock 35/5 fráköst/6 stoðsendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 19, Páll Axel Vilbergsson 18/7 fráköst, Orri Jónsson 3, Sigmar Egilsson 2, Trausti Eiríksson 1/7 fráköst.Textalýsing frá leikjum kvöldsins:Leik lokið: KR-Skallagrímur 98-78: KR-ingar hristu af sér slæman fyrri hálfleik og unnu sannfærandi sigur á Borgnesingum. KR er samt enn í 7. sætinu þar sem Njarðvík vann Keflavík í kvöld. KR-ingar komast upp fyrir Njarðvík jafni þeir þá að stigum í lokaumferðinni. Finnur Atli Magnússon skoraði 23 stig fyrir KR í kvöld og Martin Hermannsson var með 22 stig. Carlos Medlock skoraði 35 stig fyrir Skallagrím.Leik lokið, Þór-Snæfell 95-92: Þórsarar eru komnir aftur upp í annað sætið eftir þriggja stiga sigur á Snæfelli en síðustu sekúndur leiksins voru lengi að líða þar sem Hólmarar sendu heimamenn ítrekað á vítalínuna. Liðin eru jöfn að stigum en Þórsarar eru með betri stöðu í innbyrðisviðureignum. Guðmundur Jónsson var frábær í liði Þórs með 28 stig en Ryan Amaroso var með 28 stig og 21 fráköst hjá Snæfelli.Leik lokið, Njarðvík-Keflavík 100-94: Njarðvíkingar fagna sínum sjötta sigri í röð og eru núna aðeins tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum og með betri innbyrðisstöðu. Njarðvík vann báða deildarleiki sína á móti Keflavík í vetur. Nigel Moore skoraði 26 stig fyrir Njarðvík, Elvar Friðriksson var með 25 stig og Marcus Van skoraði 15 stig og tók 22 fráköst. Darrel Lewis skoraði mest fyrir Keflavík eða 30 stig.Leik lokið, ÍR-Tindastóll 80-72: ÍR-ingar áttu frábæran endasprett í leiknum og tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur. Þeir unnu síðustu 4:46 mínútur leiksins 14-3 og fögnuðu átta stiga sigri. Tindastóll vann fyrri leikinn með sex stigum og ÍR-ingar eru því með betri stöðu út úr innbyrðisleikjum liðanna.Leik lokið, Grindavík-Fjölnir 97-82: Grindvíkingar eru deildarmeistarar annað árið í röð eftir fimmtán stiga sigur á Fjölni. Grindavík vann síðustu þrjár mínútur leiksins 12-1.Njarðvík-Keflavík 90-88: Keflvíkingar eru búnir að minnka muninn í tvö stig og síðustu mínúturnar verða æsispennandi.Þór-Snæfell 88-81: Þórsarar skora sex stig í röð og eru sjö stigum yfir þegar aðeins 80 sekúndur eru eftir af leiknum.Leik lokið, Stjarnan-KFÍ 97-82: Stjörnumenn eru fyrstir til að landa sigri í kvöld og hafa nú unnið fimm deildarleiki í röð síðan að þeir urðu bikarmeistarar. KFÍ skoraði 11 fyrstu stigin í leiknum en Stjörnumenn settu þá í gírinn og sigurinn var ekki í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Damier Pitts skoraði "bara" 18 stig fyrir KFÍ í kvöld (hitti úr 5 af 27 skotum) en hann var búinn að brjóta 30 stiga múrinn í þrettán leikjum í röð. KFÍ er búið að tapa sjö leikjum í röð.KR-Skallagrímur 74-65 eftir 3. leikhluta: KR-ingar unnu þriðja leikhlutann 28-16 og tóku völdin í leiknum. Þeir eru níu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.Þór-Snæfell 80-77: Þórsarar eru þremur stigum yfir þegar fjórði leikhlutinn er hálfnaður en nú er að sjá hvort þeir haldi út á móti Snæfellsliðinu. Spennandi lokamínútur framundan.Njarðvík-Keflavík 83-76 eftir 3. leikhluta: Njarðvíkingar með Elvar Friðriksson (23 stig) í fararbroddi eru með ágæt tök á leiknum og sjö stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.KR-Skallagrímur 63-60: KR-ingar unnu fyrstu sjö mínútur þriðja leikhlutans 17-11 og eru komnir yfir í leiknum.ÍR-Tindastóll 60-61 eftir 3. leikhluta: Stólarnir eru einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingurinn Eric Palm skoraði síðustu tvö stig 3. leikhlutans af vítalínunni.Grindavík-Fjölnir 68-61 eftir 3. leikhluta: Fjölnismenn minnkuðu muninn niður í tvö stig en Grindvíkingar eru komnir með sjö stiga forskot. Aaron Broussard skoraði 8 af 17 stigum sínum í 3. leikhlutanum sem fór 20-23 fyrir Fjölni.Þór-Snæfell 67-70 eftir 3. leikhluta: Snæfellingar vinna þriðja leikhlutann 29-22 og eru þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Ryan Amaroso er kominn með 18 stig og 14 fráköst.Stjarnan-KFÍ 79-67 eftir 3. leikhluta: Stjörnumenn eru með leikinn í öruggum höndum eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 27-21. Stjörnumaðurinn Jarrid Frye er kominn með 20 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.Þór-Snæfell 62-59: Guðmundur Jónsson setur niður þrist og kemur Þór aftur yfir eftir 9-0 sprett heimamanna. Guðmundur er kominn með 19 stig í þessum leik.Grindavík-Fjölnir 54-52: Fjölnismenn vinna fyrstu fjórar mínútur seinni hálfleiksins 14-6 og munurinn er bara tvö stig.ÍR-Tindastóll 49-48: Stólarnir byrja seinni hálfleikinn vel og eru komnir aftur inn í leikinn. Helgi Rafn Viggósson er búinn að skora fimm stig á upphafsmínútum seinni hálfleiksins.Þór-Snæfell 53-55: Snæfellingar eru búnir að komast yfir á ný en það stefnir í mikinn spennuleik í Þorlákshöfninni í kvöld.Hálfleikur, Njarðvík-Keflavík 49-45: Njarðvíkingar voru 15 stigum yfir, 49-35, þegar tæpar þrjár mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingar enduðu hálfleikinn á 10-0 spretti og því munar bara fjórum stigum á liðunum.Hálfleikur, KR-Skallagrímur 46-49: Borgnesingar halda frumkvæðinu í Vesturbænum og eru þremur stigum yfir í hálfleik. Carlos Medlock hefur verið óstöðandi í fyrri hálfleiknum en hann er þegar kominn með 22 stig. Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 12 stig en hjá KR er hinn stórefnilegi Kristófer Acox með 12 stig og 6 fráköst.Hálfleikur, Grindavík-Fjölnir 48-38: Það stefnir allt í að deildarmeistarabikarinn fari á loft í Grindavík í kvöld en heimamenn eru með tíu stiga forskot í hálfleik. Samuel Zeglinski skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og það dugði ekki Fjölni aðp Chris Smith var með 13 stig og 10 fráköst í fyrri hálfleiknum.Hálfleikur, ÍR-Tindastóll 44-38: ÍR-ingar unnu annan leikhluta 25-19 og eru með sex stiga forystu í hálfeik. Nemanja Sovic skoraði 11 stig fyrir ÍR í fyrri hálfleiknum.Hálfleikur, Stjarnan-KFÍ 52-46: Stjörnumenn eru sex stigum yfir í hálfleik en þeim hefur tekist að halda Damier Pitts í fimm stigum í fyrri hálfleik. Pitts hefur aðeins sett niður 2 af 14 skotum sínum.Hálfleikur, Þór-Snæfell 45-41: Þórsarar með fjögurra stiga forskot í hálfleik. Guðmundur Jónsson er stigahæstur hjá Þór með 11 stig en Jón Ólafur Jónsson er með 9 stig fyrir Snæfell.Njarðvík-Keflavík 33-25: Njarðvíkingar eru aftur búnir að finna taktinn og komnir átta stigum yfir. Elvar Friðriksson (11 stig) og Ólafur Helgi Jónsson (10 stig) eru að spila vel.Stjarnan-KFÍ 48-38: Stjörnumenn eru búnir að taka öll völd í Garðbænum og Fannar Freyr Helgason er að fara á kostum. Fyrirliðinn er kominn með 13 stig á 14 mínútum.Grindavík-Fjölnir 36-26: Grindvíkingar eru í góðum málum og nú komnir með tíu stiga forskot í Röstinni.ÍR-Tindastóll 34-26: ÍR-ingar vinna fyrstu fimm mínútur annars leikhlutans 15-7 og eru komnir átta stigum yfir.Þór-Snæfell 30-24: Þórsarar eru búnir að snúa leiknum sér í vil og komnir sex stigum yfir þegar fjórar mínútur eru búnar af öðrum leikhluta.Njarðvík-Keflavík 25-20 eftir 1. leikhluta: Njarðvíkingar komust mest níu stigum yfir í leikhlutanum en Keflvíkingar skoruðu með sjö stigum í röð. Það munar fimm stigum á liðunum eftir fyrsta leikhlutann.KR-Skallagrímur 21-26 eftir 1. leikhluta: Carlos Medlock hefur farið á kostum hjá Skallagrími og Borgnesingar eru fimm stigum yfir í Vesturbænum. Medlock er kominn með 10 stig.Stjarnan-KFÍ 26-25 eftir 1. leikhluta: Stjörnumenn skoruðu átta síðustu stig leikhlutans og eru komnir yfir. Jovan Zdravevski er kominn með átta stig.ÍR-Tindastóll 19-19 eftir 1. leikhluta: Það er mikil spenna í Seljaskólanum og allt jafnt eftir tíu mínútna leik.Grindavík-Fjölnir 25-17 eftir 1. leikhluta: Fjölnismenn náðu að laga stöðuna eftir erfiða byrjun en Grindvíkingar eru aftur komnir 8 stigum yfir.Þór-Snæfell 18-22 eftir 1. leikhluta: Snæfellingar hafa fjögurra stiga forskot eftir fyrstu tíu mínúturnar. Sigurður Þorvaldsson kominn með 8 stig fyrir Snæfell.Njarðvík-Keflavík 12-10: Njarðvíkingar koma strax til baka og Elvar Friðriksson kemur þeim yfir með laglegum þristi.Þór-Snæfell 18-18: Snæfellingar komust í 12-5 en Þórsarar hafa jafnað með góðum spretti. Guðmundur Jónsson er kominn með 7 stig fyrir heimamenn.KR-Skallagrímur 4-11: Borgnesingar ætli ekki að gefa neitt eftir og eru komnir með sjö stiga forskot eftir aðeins rúmlega fjögurra mínútna leik.Njarðvík-Keflavík 2-8: Keflvíkingar byrja betur í Ljónagryfjunni og ná strax sex stiga forskoti.Stjarnan-KFÍ 0-11: Garðbæingar eru sofandi í upphafi leiks og KFÍ kemst í 11-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik.Grindavík-Fjölnir 8-0: Grindvíkingar byrja vel og skora átta fyrstu stigin á móti Fjölni en Samuel Zeglinski skorar sjö þeirra.Þór-Snæfell 5-9: Liðin skiptast á að skora í upphafi leiks í Þorlákshöfn en Snæfell er 9-5 yfir eftir góðar körfur frá Jóni Ólafi Jónssyni og Sigurði Þorvaldssyni.Fyrir leikina: Damier Erik Pitts, bandaríski leikstjórnandinn í liði KFÍ, hefur skorað 30 stig eða meira í þrettán leikjum í röð en nú er að sjá hvort Stjörnumönnum tekst að hægja á honum í Ásgarði í kvöld.Fyrir leikina: Þór tekur á móti Snæfelli í Þorlákshöfn en þarna mætast liðin í 2. og 3. sæti sem eiga bæði enn smá möguleika á því að vinna deildarmeistaratitilinn en berjast aðallega fyrir því að tryggja sér annað sætið og heimavallarrétt fram í undanúrslitin.Fyrir leikina: ÍR berst fyrir lífi sínu í deildinni þegar liðið fær Bárð Eyþórsson og lærisveina hans í Tindastól í heimsókn í Seljaskólann í kvöld. Stólarnir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Það er hægt að fylgjast nánar með þeim leik með því að smella hér.Fyrir leikina: Grindavík fær deildarmeistaratitilinn afhentan í kvöld vinni þeir Fjölni á heimavelli í kvöld. Grindavíkurliðið vann fyrri leikinn 122-85 og er því afar sigurstranglegt í þessum leik.Fyrir leikina: Njarðvíkingar hafa unnið fimm leiki í röð en í kvöld koma erkifjendurnir úr Keflavík í heimsókn. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn í spennuleik í Keflavík og gestirnir eiga því harma að hefna í Ljónagryfjunni í kvöld.Fyrir leikina: Karfan.is tók saman í hvaða sætum liðin tólf geta enn endað en lokaumferð deildarinnar fer síðan fram á sunnudagskvöldið.Sæti í boði fyrir liðin tólf: Grindavík 1., 2. eða 3. Snæfell 1., 2., 3. eða 4. Þór Þ 1., 2., 3., 4. eða 5. Stjarnan 3., 4., 5. eða 6. Keflavík 2., 3., 4., 5. og 6. Njarðvík 4., 5., 6. eða 7. KR 6. eða 7. Skallagrímur 8. eða 9. Tindastóll 8., 9., 10., 11. eða 12. Fjölnir 9., 10., 11. eða 12. ÍR 8., 9., 10., 11. eða 12. KFÍ 8., 9., 10., 11. eða 12.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira