Norsk matvælaiðja flytur til Bíldudals Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2013 19:32 Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira