Norsk matvælaiðja flytur til Bíldudals Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2013 19:32 Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira