Innlent

Jómfrúarræðan fjallaði um samgöngur

Pétur Georg Markan fjallaði um samgöngur á Vestfjörðum í dag.
Pétur Georg Markan fjallaði um samgöngur á Vestfjörðum í dag.
Pétur Georg Markan flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag en hann tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Marðar Árnasonar.

Raunar er hann þriðji varamaður en fyrsti og annar varamaður í Reykjavíkurkjördæmi norðri gátu ekki tekið sæti á þingi fyrir hönd Marðar.

Pétur Georg, sem er 31 árs gamall, flutti ræðu um samgöngur í Norðvesturkjördæmi og sagði vegi ekki boðlega á svæðinu, sérstaklega fyrir íbúa Súðarvíkurhrepps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×