Afsökunarbeiðni krafist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2013 14:23 Myndir/Sport.is/Hilmar Þór Guðmundsson Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var þá ýtt af velli af Kristínu Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, eftir að leiknum lauk en Daníel ætlaði að mynda fögnuð ÍR-inga. Fjallað var um málið á Vísi í gær en formaður Blaðaljósmyndarafélagsins, Rakel Ósk Sigurðardóttir, sagði þá framkomu starfsmanns Rúv til skammar. Stjórnin fer fram á í yfirlýsingu sinni að Daníel verði beðinn afsökunar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nýjar reglur hafi verið í gildi fyrir fjölmiðlafólk, þar með talið ljósmyndara, á leikjum helgarinnar í bikarkeppni HSÍ. Þær reglur voru þó ekki kynntar fyrir ljósmyndadeild né heldur íþróttadeild Fréttablaðsins og Vísis.Yfirlýsingin í heild sinni: „Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands lýsir furðu sinni á að veist sé að starfandi atvinnuljósmyndara á vettvangi að tilefnislausu og krefst þess að hann verði beðinn afsökunar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn honum þar sem hann var að sinna störfum sínum á bikarúrslitaleik í handknattleik í Laugardalshöll sunnudaginn 10. mars 2013. Það er fráleitt að setja nýjar verklagsreglur á kappleikjum í handbolta án þess að kynna þær fyrirfram og að þær séu þess eðlis að fjölmiðlar geti ekki sinnt eðlilegri fréttaöflun. Við krefjumst þess jafnframt að eðlileg kurteisi verði í hávegum höfð svo allir sem að fréttaöflun komi geti sinnt starfi sínu á sem eðlilegastan og þægilegastan hátt, eins og áratugahefð er fyrir. Við hljótum einnig að fara fram á að fá upplýsingar um það hverjir hafi samþykkt nýjar reglur um aðgang fjölmiðla að kappleikjum í handknattleik og hvenær þær hafi verið samþykktar. Telji menn nauðsynlegt að setja nýjar reglur um aðkomu fjölmiðla að leikjum í handknattleik lýsir stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands því yfir að hún sé reiðubúin að koma að gerð slíkra reglna." Handbolti Tengdar fréttir Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53 Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39 Rúv bannar myndatökur á gólfinu Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik. 10. mars 2013 16:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var þá ýtt af velli af Kristínu Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, eftir að leiknum lauk en Daníel ætlaði að mynda fögnuð ÍR-inga. Fjallað var um málið á Vísi í gær en formaður Blaðaljósmyndarafélagsins, Rakel Ósk Sigurðardóttir, sagði þá framkomu starfsmanns Rúv til skammar. Stjórnin fer fram á í yfirlýsingu sinni að Daníel verði beðinn afsökunar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nýjar reglur hafi verið í gildi fyrir fjölmiðlafólk, þar með talið ljósmyndara, á leikjum helgarinnar í bikarkeppni HSÍ. Þær reglur voru þó ekki kynntar fyrir ljósmyndadeild né heldur íþróttadeild Fréttablaðsins og Vísis.Yfirlýsingin í heild sinni: „Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands lýsir furðu sinni á að veist sé að starfandi atvinnuljósmyndara á vettvangi að tilefnislausu og krefst þess að hann verði beðinn afsökunar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn honum þar sem hann var að sinna störfum sínum á bikarúrslitaleik í handknattleik í Laugardalshöll sunnudaginn 10. mars 2013. Það er fráleitt að setja nýjar verklagsreglur á kappleikjum í handbolta án þess að kynna þær fyrirfram og að þær séu þess eðlis að fjölmiðlar geti ekki sinnt eðlilegri fréttaöflun. Við krefjumst þess jafnframt að eðlileg kurteisi verði í hávegum höfð svo allir sem að fréttaöflun komi geti sinnt starfi sínu á sem eðlilegastan og þægilegastan hátt, eins og áratugahefð er fyrir. Við hljótum einnig að fara fram á að fá upplýsingar um það hverjir hafi samþykkt nýjar reglur um aðgang fjölmiðla að kappleikjum í handknattleik og hvenær þær hafi verið samþykktar. Telji menn nauðsynlegt að setja nýjar reglur um aðkomu fjölmiðla að leikjum í handknattleik lýsir stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands því yfir að hún sé reiðubúin að koma að gerð slíkra reglna."
Handbolti Tengdar fréttir Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53 Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39 Rúv bannar myndatökur á gólfinu Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik. 10. mars 2013 16:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53
Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39
Rúv bannar myndatökur á gólfinu Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik. 10. mars 2013 16:03