Sport

Þrír Danir á lyfjum á ÓL í Aþenu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rasmussen í gulu treyjunni á Tour de France árið 2007.
Rasmussen í gulu treyjunni á Tour de France árið 2007. Nordic Photos / Getty Images
Michael Rasmussen, danskur hjólreiðakappi sem játaði á dögunum áralanga notkun ólöglegra lyfja, segir að danska keppnisliðið í hjólreiðum hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004.

Þetta kemur fram í Politiken í dag. Rasmussen mun hafa sagt þetta við danska lyfjaeftirlitið sem rannsakar nú mál hans. Rasmussen hefur játað að hafa notað ólögleg lyf í alls tólf ár.

Alls voru fimm í keppnisliðinu og einn þeirra mun hafa smyglað steruð inn í Ólympíuþorpið. Samkvæmt Politiken er staðfest að minnst þrír hafi svo notað stera á leikunum.

Sterarnir voru geymdir í geisladiskaspilara í íbúð keppnisliðsins en bestum árangri þeirra á leikunum náði Frank Höj sem hafnaði í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×