Sport

Thelma bætti tveimur Íslandsmeistaratitlum í sarpinn | Ólafur Garðar vann þrjá til viðbótar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Daníel
Íslandsmótinu í áhaldafimleikum fór fram í dag í Versölum í Kópavogi. Thelma Rut Hermannsdóttir og Ólafur Garðar Gunnarsson úr Gerplu sem urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut í gær voru áberandi í keppni á einstökum áhöldum sem fram fór í dag.

Thelma Rut vann bæði á stökki og á slá. Dominiqua Alma Belanyi úr Grótta var hlutskörpust á tvísla og Hildur Ólafsdóttir úr Fylki vann á gólfi.

Í karlaflokki sigraði Ólafur Garðar á hringjum, stökki og svifrá. Róbert Kristmannsson Gerplu vann á gólfi og bogahesti. Það var svo Sigurður Andrés sigurðsson úr Ármanni sem var hlutskarpastur á tvíslá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×