Sport

Eygló vann aftur gull í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Eygló Ósk Gústafsdóttir vann í dag gull í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í sundi.

Eygló Ósk syndi á 2:11,43 mínútum í dag og vann greinina örugglega. Hún náði þó ekki að bæta Íslandsmet sitt, eins og hún gerði í 100 m baksundi í gær.

Hún keppti í alls þremur greinum á mótinu og komst á pall í þeim öllum. Hún fékk gull í 100 og 200 m baksundi og silfur í 200 m fjórsundi.

Mótinu lauk nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×