Fullyrt að íslenskt súkkulaði eigi uppruna í barnaþrælkun Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. mars 2013 20:11 Mynd úr safni. Talsmaður Íslandsdeildar alþjóðasamtakanna Stop the Traffik fullyrðir að börn í ánauð komi nálægt framleiðslu kakóbauna sem notaðar eru í íslenskt súkkulaði. Samtökin skora á íslenskan almenning að þrýsta á íslenska sælgætisframleiðendur um að hefja framleiðslu á vottuðu súkkulaði. „Við höfðum samband við öll stóru fyrirtækin hér á landi í fyrra og fengum ekki viðbrögð frá neinum nema Nóa Síríus sem fengu okkur á fund og voru mjög opnir fyrir þessari umfjöllun," segir Elísabet Ingólfsdóttir, meðlimur samtakanna. „Þeir höfðu greinilega verið undir þrýstingi og höfðu aðeins kynnt sér þessi mál. Við komumst að því að þeir eru að fá kakóbaunir frá tilteknum svissneskum framleiðanda sem er á svörtum lista fyrir að kaupa baunir frá Fílabeinsströndinni, þar sem börn eru í þrælkunarvinnu við kakóframleiðslu. Þeir hjá Nóa sögðust ekki hafa burði í að vera í milliðalausum kaupum við bændur og að þeir væru að skoða þetta, en að þeir væru tortryggnir í garð vottunarfyrirtækjanna." Elísabet segir lítil börn flutt á milli landa í Vestur Afríku eins og Malí og Búrkína Fasó og þeim sé lofað góð vinna og menntun, og að launin þeirra verði send heim. Svo þegar á staðinn sé komið taki við ólaunuð þrælkunarvinna. „Þeir hjá Nóa sögðust þurfa að skoða málið nánar og fá vottun sem þeir gætu treyst. Þegar við fiskuðum eftir því hvað það gæti tekið langan tíma fullyrtu þeir að eftir tíu ár yrði búið að kippa málum í lag, og það leist okkur að sjálfsögðu ekkert rosalega vel á." Elísabet segir að skömmu eftir fundinn hafi starfsfólk Nóa farið í vettvangsferð til Vestur Afríku að skoða kakóframleiðsluna, og þeim hafi ekki litist á blikuna. „Maður vonar því að þeir flýti ferlinu, en samt getur maður ímyndað sér að ýmislegt hafi verið falið fyrir þeim."Nói Síríus svaraði áhyggjufullum neytanda á Facebook.Biðla til neytenda Samtökin hvetja íslenska neytendur til að senda innlendum sælgætisframleiðendum áskorun um að kippa þessum málum í lag. Nói Síríus fékk fyrirspurn á Facebook-síðu sinni í gær frá áhyggjufullum neytanda, sem hafði áhyggjur af uppruna súkkulaðis fyrirtækisins. Nói svaraði á þá leið að fyrirtækið legði áherslu á að ekkert af vörum þess ætti uppruna sinn í barnaþrælkun. Elísabet fullyrðir þó að svo sé. „Ef það er ekki vottað þá koma börn nálægt ræktuninni. Ég get því fullyrt að það koma börn nálægt ræktuninni á kakóinu í súkkulaði frá Nóa." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Talsmaður Íslandsdeildar alþjóðasamtakanna Stop the Traffik fullyrðir að börn í ánauð komi nálægt framleiðslu kakóbauna sem notaðar eru í íslenskt súkkulaði. Samtökin skora á íslenskan almenning að þrýsta á íslenska sælgætisframleiðendur um að hefja framleiðslu á vottuðu súkkulaði. „Við höfðum samband við öll stóru fyrirtækin hér á landi í fyrra og fengum ekki viðbrögð frá neinum nema Nóa Síríus sem fengu okkur á fund og voru mjög opnir fyrir þessari umfjöllun," segir Elísabet Ingólfsdóttir, meðlimur samtakanna. „Þeir höfðu greinilega verið undir þrýstingi og höfðu aðeins kynnt sér þessi mál. Við komumst að því að þeir eru að fá kakóbaunir frá tilteknum svissneskum framleiðanda sem er á svörtum lista fyrir að kaupa baunir frá Fílabeinsströndinni, þar sem börn eru í þrælkunarvinnu við kakóframleiðslu. Þeir hjá Nóa sögðust ekki hafa burði í að vera í milliðalausum kaupum við bændur og að þeir væru að skoða þetta, en að þeir væru tortryggnir í garð vottunarfyrirtækjanna." Elísabet segir lítil börn flutt á milli landa í Vestur Afríku eins og Malí og Búrkína Fasó og þeim sé lofað góð vinna og menntun, og að launin þeirra verði send heim. Svo þegar á staðinn sé komið taki við ólaunuð þrælkunarvinna. „Þeir hjá Nóa sögðust þurfa að skoða málið nánar og fá vottun sem þeir gætu treyst. Þegar við fiskuðum eftir því hvað það gæti tekið langan tíma fullyrtu þeir að eftir tíu ár yrði búið að kippa málum í lag, og það leist okkur að sjálfsögðu ekkert rosalega vel á." Elísabet segir að skömmu eftir fundinn hafi starfsfólk Nóa farið í vettvangsferð til Vestur Afríku að skoða kakóframleiðsluna, og þeim hafi ekki litist á blikuna. „Maður vonar því að þeir flýti ferlinu, en samt getur maður ímyndað sér að ýmislegt hafi verið falið fyrir þeim."Nói Síríus svaraði áhyggjufullum neytanda á Facebook.Biðla til neytenda Samtökin hvetja íslenska neytendur til að senda innlendum sælgætisframleiðendum áskorun um að kippa þessum málum í lag. Nói Síríus fékk fyrirspurn á Facebook-síðu sinni í gær frá áhyggjufullum neytanda, sem hafði áhyggjur af uppruna súkkulaðis fyrirtækisins. Nói svaraði á þá leið að fyrirtækið legði áherslu á að ekkert af vörum þess ætti uppruna sinn í barnaþrælkun. Elísabet fullyrðir þó að svo sé. „Ef það er ekki vottað þá koma börn nálægt ræktuninni. Ég get því fullyrt að það koma börn nálægt ræktuninni á kakóinu í súkkulaði frá Nóa."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira