Foreldrar rassskellta piltsins beðnir afsökunar 25. mars 2013 18:37 Ljósmynd af særðum afturenda ungs leikmanns handknattleiksdeildar Fjölnis hefur vakið mikil viðbrögð. Meiðslin hlaut hann við umdeilda vígsluathöfn inn í meistaraflokk félagsins á dögunum. Formaður deildarinnar segir að hart verði tekið á málinu. Rassskellingar hafa tíðkast sem vígsluathafnir í landslið og meistaraflokka karla í handbolta hér á landi og nýjasta dæmið, af kornungum leikmanni Fjölnis, hefur vakið athygli. Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis, Kristján Gaukur Kristjánsson, kveðst ekki hafa vitað af þessum sið. „Ég hef rætt við stjórnina í dag og við erum öll sammála um að þetta sé algjörlega ólíðandi. Það verður boðað til fundar með meistaraflokki þar sem þetta verður hreint út sagt bannað gegn því að flokkurinn verði lagður niður ef þetta stoppar ekki," segir Kristján Gaukur. Vísir ræddi í dag við Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi handknattsleikskonu, og kveðst hún hafa séð mjög ljóta áverka eftir umræddar vígsluathafnir, jafnvel mun verri en þá sem ljósmyndin sýnir. Drengurinn sem um ræðir er undir lögaldri og segir Kristján að foreldrar hans hafi hlotið afsökunarbeiðni fyrir hönd félagsins. Hafið þið orðið vör við að þetta hafi átt sér stað meðal yngri iðkenda, í yngri flokkum? „Alls ekki. Sjálfur á ég tvo stráka í yngri flokkum sem ég vona að verði meistaraflokksleikmenn Fjölnis á þessum áratug og ég hef fylgst mjög vel með þeim, mæti mikið á æfingar og leiki og ég hef aldrei orðið var við þetta," segir Kristján Gaukur. Svipað mál kom upp hjá karlalandsliðinu í handbolta í haust og tekið var á því. „Það er einörð stefna HSÍ að þetta verði ekki liðið og þetta verður ekki liðið hjá okkur frekar en þar," segir Kristján Gaukur að lokum. Tengdar fréttir "Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02 "Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ljósmynd af særðum afturenda ungs leikmanns handknattleiksdeildar Fjölnis hefur vakið mikil viðbrögð. Meiðslin hlaut hann við umdeilda vígsluathöfn inn í meistaraflokk félagsins á dögunum. Formaður deildarinnar segir að hart verði tekið á málinu. Rassskellingar hafa tíðkast sem vígsluathafnir í landslið og meistaraflokka karla í handbolta hér á landi og nýjasta dæmið, af kornungum leikmanni Fjölnis, hefur vakið athygli. Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis, Kristján Gaukur Kristjánsson, kveðst ekki hafa vitað af þessum sið. „Ég hef rætt við stjórnina í dag og við erum öll sammála um að þetta sé algjörlega ólíðandi. Það verður boðað til fundar með meistaraflokki þar sem þetta verður hreint út sagt bannað gegn því að flokkurinn verði lagður niður ef þetta stoppar ekki," segir Kristján Gaukur. Vísir ræddi í dag við Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi handknattsleikskonu, og kveðst hún hafa séð mjög ljóta áverka eftir umræddar vígsluathafnir, jafnvel mun verri en þá sem ljósmyndin sýnir. Drengurinn sem um ræðir er undir lögaldri og segir Kristján að foreldrar hans hafi hlotið afsökunarbeiðni fyrir hönd félagsins. Hafið þið orðið vör við að þetta hafi átt sér stað meðal yngri iðkenda, í yngri flokkum? „Alls ekki. Sjálfur á ég tvo stráka í yngri flokkum sem ég vona að verði meistaraflokksleikmenn Fjölnis á þessum áratug og ég hef fylgst mjög vel með þeim, mæti mikið á æfingar og leiki og ég hef aldrei orðið var við þetta," segir Kristján Gaukur. Svipað mál kom upp hjá karlalandsliðinu í handbolta í haust og tekið var á því. „Það er einörð stefna HSÍ að þetta verði ekki liðið og þetta verður ekki liðið hjá okkur frekar en þar," segir Kristján Gaukur að lokum.
Tengdar fréttir "Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02 "Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
"Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02
"Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39