Segir Færeyjar verða stærri með göngum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2013 19:14 Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira