Segir Færeyjar verða stærri með göngum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2013 19:14 Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra. Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra.
Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira