Innlent

Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
MYND/GOOGLE
Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa.

Íslendingarnir voru í hópi tuttugu og tveggja fallhlífastökkvara, þar af nokkrum frá Íslandi, sem voru á vegum fallhlífa-fyrirtækisins Skydive City. Annar þeirra var leiðbeinandi en hinn nemandi. Ljóst var að eitthvað hefði farið úrskeiðis þegar aðeins tuttugu skiluðu sér eftir stökkið.

Það er Reuters fréttaveitan sem greinir frá þessu og hefur eftir fjölmiðlum í Pasco-sýslu að umfangsmikil leit lögreglu hafi farið af stað, bæði í loft og á landi, þegar ekkert bólaði á Íslendingunum.

Fréttastofa AP segir að flugvélin hafi farið í loftið um klukkan 10.30 í gærmorgun að bandarískum tíma. Lík Íslendinganna fundust í skóglendi nærri flugvellinum í Zphyrhills um klukkan 19.30 í gærkvöldi eða um 23.30 að íslenskum tíma.

Talsmaður fallhlífa-fyrirtækisins staðfesti við fjölmiðla í Flórída að mennirnir tveir væru Íslendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×