Sungu í þágu Kulusuk 23. mars 2013 18:27 Það var nánast setið í hverju sæti í Eldborgarsal Hörpu í dag þegar bæði íslenskir og grænlenskir listamenn stigu þar á svið í þágu íbúa Kulusuk á Grænlandi sem misstu tónlistarhús þorpsins í eldsvoða fyrir hálfum mánuði. Það geisaði mikið fárviðri þegar eldurinn kviknaði, af því að talið er við að skorsteinninn hafi brotnað, og komst slökkviliðið ekki á staðinn vegna veðursins og brann allt til grunna.Mynd/Lars-Peter SterlingKALAK vinafélag Íslands og Grænlands efndi fljótlega eftir brunann í Kulusuk til söfnunar til að gera Grænlendingum kleyft að reisa nýtt tónlistarhús í þorpinu. Í dag var svo blásið til stórtónleika í tónlistarhúsi okkar Íslendinga til að vekja athygli á málstaðinum og var mætingin vægast sagt góð. „Maður er náttúrulega bara snortinn og þetta sýnir það sem Íslendingar eru hve frægastir fyrir: það er samstaðan og samhugurinn þegar svona harmleik ber að," segir Elmar Johnson markaðsstjóri Guide to Iceland, velunnara Grænlands. Söngkonan Þórunn Antoníu Magnúsdóttir var ein þeirra sem steig á stokk í dag. „Mér finnst bara mjög mikilvægt að börn og fullorðnir, sérstaklega börn hafi einhvern stað til að fara á, til að leika sér, skapa og gera músík. Komast frá erfiðum fjölskylduaðstæðum eða hverju sem er í gangi og hafi griðarstað til að gera eitthvað skemmtilegt og tónlistarhús er kárlega sá staður," segir Þórunn Antonía.Mynd/Lars-Peter SterlingUm tuttugu íslenskir tónlistarmenn og hljómsveitir stigu á svið í Eldborgarsalnum þennan daginn ásamt þremur heiðursgestum, tónlistarmönnum frá Kulusuk. Frítt var inn á tónleikana en gestir gátu stutt söfnunina með frjálsum framlögum. „Ég kíkti fram á gang áðan. Þar liggja söfnunarbaukar og posar og mér sýndist bara vera rífandi gangur í söfnuninni. Það hefur verið opnaður söfnunarreikningur og söfnunarnúmer sem verður safnað í gegnum á næstu dögum. Við vonum bara að fólk sjái sér fært að láta, þó að það væri ekki nema nokkrar krónur, af hendi rakna," segir Elmar. Hægt er að styrkja málstaðinn með því að hringja í eftirfarandi símanúmer: 901-5001 til að gefa 1.000 kr 901-5002 til að gefa 2.000 kr 901-5003 til að gefa 3.000 kr Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það var nánast setið í hverju sæti í Eldborgarsal Hörpu í dag þegar bæði íslenskir og grænlenskir listamenn stigu þar á svið í þágu íbúa Kulusuk á Grænlandi sem misstu tónlistarhús þorpsins í eldsvoða fyrir hálfum mánuði. Það geisaði mikið fárviðri þegar eldurinn kviknaði, af því að talið er við að skorsteinninn hafi brotnað, og komst slökkviliðið ekki á staðinn vegna veðursins og brann allt til grunna.Mynd/Lars-Peter SterlingKALAK vinafélag Íslands og Grænlands efndi fljótlega eftir brunann í Kulusuk til söfnunar til að gera Grænlendingum kleyft að reisa nýtt tónlistarhús í þorpinu. Í dag var svo blásið til stórtónleika í tónlistarhúsi okkar Íslendinga til að vekja athygli á málstaðinum og var mætingin vægast sagt góð. „Maður er náttúrulega bara snortinn og þetta sýnir það sem Íslendingar eru hve frægastir fyrir: það er samstaðan og samhugurinn þegar svona harmleik ber að," segir Elmar Johnson markaðsstjóri Guide to Iceland, velunnara Grænlands. Söngkonan Þórunn Antoníu Magnúsdóttir var ein þeirra sem steig á stokk í dag. „Mér finnst bara mjög mikilvægt að börn og fullorðnir, sérstaklega börn hafi einhvern stað til að fara á, til að leika sér, skapa og gera músík. Komast frá erfiðum fjölskylduaðstæðum eða hverju sem er í gangi og hafi griðarstað til að gera eitthvað skemmtilegt og tónlistarhús er kárlega sá staður," segir Þórunn Antonía.Mynd/Lars-Peter SterlingUm tuttugu íslenskir tónlistarmenn og hljómsveitir stigu á svið í Eldborgarsalnum þennan daginn ásamt þremur heiðursgestum, tónlistarmönnum frá Kulusuk. Frítt var inn á tónleikana en gestir gátu stutt söfnunina með frjálsum framlögum. „Ég kíkti fram á gang áðan. Þar liggja söfnunarbaukar og posar og mér sýndist bara vera rífandi gangur í söfnuninni. Það hefur verið opnaður söfnunarreikningur og söfnunarnúmer sem verður safnað í gegnum á næstu dögum. Við vonum bara að fólk sjái sér fært að láta, þó að það væri ekki nema nokkrar krónur, af hendi rakna," segir Elmar. Hægt er að styrkja málstaðinn með því að hringja í eftirfarandi símanúmer: 901-5001 til að gefa 1.000 kr 901-5002 til að gefa 2.000 kr 901-5003 til að gefa 3.000 kr
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira