Innlent

Nágranni hringdi á sjúkrabíl

Erla Hlynsdóttir skrifar
Faðir, sem grunaður er um að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar, neitar sök. Nágranni mannsins hringdi á sjúkrabíl.

Faðirinn, karlmaður á þrítugsaldri, var á sunnudag úrskurðaður í níu daga gæsluvarðhald. Bráðabirgðaniðurstaða réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar bendir til að dánarorsök hafi verið blæðingar í heila, sem mögulega er rakin til barnahristings, eða shaken baby syndrome.

Faðirinn er sambýlismaður móður stúlkunnar.

Hann var einn heima með dóttur sinni og leitaði til nágranna síns þegar hann sá að eitthvað mikið var að henni. Nágranninn hringdi þá á sjúkrabíl en stúlkan lést á Landspítalanum nokkrum klukkustundum síðar.

Lögreglan segir rannsóknina í raun á frumstigi en vikur, eða jafnvel mánuðir eru þar til niðurstöður koma úr krufningu á stúlkunni.

Faðirinn hefur fengið viðtal við sálfræðing en er ekki talinn í sjálfsvígshættu.

Einn dómur í viðlíka máli hefur falið á Íslandi, þegar dagfaðir var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstaréttir fyrir að hafa banað 9 mánaða gömulu barni árið 2003.

Hann hefur síðan krafist þess að málið verði endurupptekið, og vísar í álit erlendra sérfræðinga og nýjar rannsóknir þar sem efast er um tilvist shaken baby syndrome.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×