Það styttist óðum í þriðju seríu þáttaraðarinnar Game of Thrones.
Ný stikla var frumsýnd á dögunum og bendir flest til þess að þriðja serían gefi forverum sínum ekkert eftir.
Evrópufrumsýning verður á seríunni þann 1. apríl á Stöð 2, og að sögn Pálma Guðmundssonar dagskrárstjóra er ekki um aprílgabb að ræða.
„Við erum fyrst í Evrópu og þátturinn verður sýndur bara örfáum klukkutímum á eftir frumsýningunni í Bandaríkjunum.“
Bíó og sjónvarp